Hátíđarganga í Páskahelli í Norđfirđi ađ morgni páskadags


Dögun páskadags 2010 var međ eindćmum fögur. Jörđ var snćvi ţakin og sólin sem skaust upp á himininn ţar sem viđ gengum út Hagann, varp ćvintýralegu gliti á snjó, himin og haf. Vestan andvari var á og hitastig nálćgt frostmarki. Ekki var ráđlegt ađ fara út í sjálfan hellinn vegna svellbólstra sem ţöktu fjörugrjótiđ frá sjávarmáli ađ klettaveggjum og grýlukerti hengu niđur, bćđi smákerti undir hellisţaki og einnig stór sem tjald fyrir hellinn, viđ sólbráđina fóru ţau ađ detta eitt og eitt svo ekki var heldur ráđlegt af ţeim sökum ađ fara ţar um. Viđ settumst á klettanefiđ milli voganna út af hellinum og hlustuđum á tónleika hafsins í vognum ţar sem hnöttóttar steinvölurnar gáfu tónana og hafaldan kraftinn. Uppi í kletti rétt hjá hélt músarindillinn dásamlegan konsert en fáir íslenskir fuglar eru hans líkar í sönglistinni. Böđuđ páskasól hlýddum viđ sögnum um Páskahelli og náttúru hans og héldum svo endurnćrđ aftur heim á leiđ. Í ţetta sinn voru ţađ 19 manns sem tóku ţátt í hátíđargöngunni og eins og vera ber var hluti af ţeim börn. Viđ vitann settumst viđ niđur á bekk og höfđum smá sögustund áđur en fólk dreifđist til messu, í páskaeggjaleit eđa kaffisopa ţakklát fyrir fallega stund í minningasjóđinn.
Ína Gísladóttir

Hátíđleg stund ţegar Páskasólin rís


Hér lýsir sólin undir brúna
Fjaran er ekki greiđfćr út ađ Páskahelli


Hér er nćgt ljósmeti handa Grýlu
Sólin flćđir og býr til kynjamyndir međ allri sinni birtu
Óli frá Reykjum skautađi yfir svellin öll og situr hér einn í hellinum


Mćđgur


Jóna Kata og Benti eru ekki í fyrstu Páskadagsgöngunni sinni


Uppganga


Uppganga
Benti sćkir sér ís í kistuna til ţess ađ kćla veigar


Til vinstri sést í Skúmhött bakviđ Kjölhnjúk og til hćgri sést í Einstakafjall, sem girđir stafn Sandvíkur frá Nónskarđi ađ Tregaskarđi, gnćfa yfir Gođaborgarfjall
Krakkar í góđu sambandi viđ náttúruna
Hópurinn nćstum kominn á leiđarenda
Sögustund viđ Vitann

Til baka