Kvöldferđ í Skálanes í Seyđisfirđi 14. maí 2005

Göngugarpar um tuttugu manns létu sér fátt um finnast ţó ađ kalt blési og vćtlađi úr skýjum laugardagskvöldiđ 14. maí og lögđu galvaskir af stađ út í Skálanes í Seyđisfirđi. Meiningin var ađ skođa lífríkiđ í Skálanesbjargi međ meiru en ţađ gekk ekki í dimmviđrinu. Viđ fengum hlýjar móttökur hjá Villa á Skálanesi eins og vćnta mátti, funandi heitt hús, eldur í arni og lummubakstur ađ hefjast. Hann frćddi okkur um ýmislegt og viđ ţáđum ţar velţegnar og veglegar veitingar ađ ţjóđlegurm hćtti. Ţar var á borđum nýsteiktar kleinur, lummur og brauđ međ gćsareggjum og heimareyktu hangiketi. Ţrátt fyrir dimmviđriđ fór ekki fram hjá neinum ađ Skálanes er ćvintýraheimur sem ekki er svo auđvelt ađ lýsa í orđum. Međfylgjandi myndir gefa smá innsýn í ţá veröld. Í bakaleiđinni var orđiđ ţurrt og stillt veđur en kalt og lóđsađi Villi hluta hópsins á bílnum til baka. Ökklasnjór var á öllum fjallvegum á heimleiđinni og hálka. Ţetta var ánćgjuleg og hressandi ferđ sem kom ganglimum af stađ fyrir sumariđ, og kveikti í göngufólkinu ađ koma aftur úteftir seinna í betra veđri.
Ína D. Gísladóttir

Um Skálanes á heimasíđu Seyđisfjarđarbćjar

Ljósmyndir Ína D. Gísladóttir

Inngangurinn í Skálanes


Útskurđurinn hann Villa gefur stađnum líf


Steinatunna


Rekaviđurinn lifnar viđ


Kaffimynd


Gestabók ađ hćtti hússins


Eggjasafn


Ćvintýraveröld utandyra


Ćvintýraveröld utandyra


Ćvintýraveröld utandyra


Ćvintýraveröld utandyra


Ţađ er margt til ţess ađ gleđja augađ


Yngsti göngugarpurinn Gylfi Páll


Geislasteinn úr Skálanesbjargi


Hressir garpar


Vel ţegnar og veglegar veitingar


Vel klćdd og hress


Greiđvikinn bílstjóri ađ gefa start í bakaleiđinni

Til baka