Stašur nśmer 6 - Veturhśs Eskifirši


Til aš heimsękja Veturhśs er ekiš inn Eskifjörš aš noršan, aš Ytri-Žverį og bķlnum lagt žar. Sķšasta spottann er gengiš eftir vegaslóša aš eyšibżlinu. Dótakassann er aš finna ķ hśstóft efst į tśninu. Frį Veturhśsum er stikuš gönguleiš yfir Eskifjaršarheiši til Hérašs, į öldum įšur var žetta fjölfarin žjóš- og póstleiš og į leišnni mį sjį merkar vegaminjar og hlešslur.

Örlagarķk gönguferš breskra hermanna 20. janśar 1942 og frękileg björgun žeirra af heimilisfólkinu ķ Veturhśsum.

Mesti mannskaši sem breska herlišiš varš fyrir į Austurlandi ķ sķšari heimsstyrjöldinni varš ekki ķ strķšsįtökum heldur ķ glķmunni viš ķslenskan vetur. Dagurinn 20. janśar 1942 rann upp į Reyšarfirši meš stillu og heišrķkju. Fótgöngulišar nżstofnašrar fjallaherdeildar höfšu žį ķ nokkra daga bešiš žess aš vešur skįnaši svo aš žeir gętu spreytt sig ķ nįgrenninu. Lišsforingjar höfšu hlotiš žjįlfun ķ sérstökum vetrarherskóla į Akureyri og žennan bjarta morgun lagši stór hópur hermanna, lķklega um 70 manns, undir forystu ungs lautinants frį Bśšareyri noršur Svķnadal og ętlaši aš ganga um Hręvarskörš til Eskifjaršar. Ekki gekk sś įętlun upp vegna svella og haršfennis nešan undir skaršinu. Žį var įkvešiš aš halda inn śr Svķnadal og um Tungudal og Eskifjaršarheiši. Lengdi žetta gönguna um nokkra klukkutķma mišaš viš sęmilegar ašstęšur. Er lķša tók į dag fór vešur versnandi, fyrst lagši yfir ķskalda hrķmžoku og sķšan tók aš blįsa af sušaustri meš slyddu. Žegar hópurinn nįši upp į Eskifjaršarheiši var dagur aš kvöldi kominn og skolliš į aftakavešur meš mikilli ofankomu. Var nś móti vešri aš sękja og fór svo aš sögn eins žįtttakanda (Fred Norton) aš hópurinn tvķstrašist į leiš sinni austur af heišinni. Fjallalękir voru oršnir sem stórfljót og krapaelgurinn ķ hné eša meira. Voru margir er hér var komiš sögu nęr örmagna af žreytu og vosbśš. Veturhśs voru žį nęsti bęr viš heišina noršan įr, grasbżli um 2 km innan viš jöršina Eskifjörš og įn sķmasambands. Žar bjó žį Pįll Pįlsson meš Žorbjörgu móšur sinni og systkinum. Voru bręšurnir Pįll og Magnśs, 15 įra, žennan dag ķ kolauppskipun śti į Eskifirši en męšgur ķ fjįrstśssi og eldivišarkroppi inni į dal. Fólk gekk žreytt til nįša um tķuleytiš um kvöldiš, įšur en Pįll sofnaši bętti ķ vešriš svo aš hann taldi vissara aš huga aš śtihśsum. Į leiš til bęjar rakst hann į torkennilega žśst, sem reyndist vera mannvera skrķšandi meš bakpoka. Var žar kominn einn bresku hermannanna og įšur en nóttin var öll yljušu sér 48 öržreyttir menn og holdvotir ķ žröngum bęjarhśsunum og nutu ašhlynningar. Voru bręšurnir į žönum śti viš aš bjarga hermönnum ķ bęinn og bera inn vatn en systurnar Bergžóra og Kristķn hjśkrušu žeim įsamt móšur sinni og nęršu eftir föngum. Nokkur lķk fundust žį um nóttina og daginn eftir og uršu įtta įšur en yfir lauk. Ķ hópi lįtinna var fararstjórinn. Žverįr tvęr runnu saman utan bęjar og voru kolófęrar fram undir morgun aš ekki sé talaš um Eskifjaršarį. Er dagaši birtist breskur lišsforingi aš svipast um eftir félögum sķnum og brįtt dreif aš fólk til ašstošar frį Eskifirši og var žar į mešal Einar Įstrįšsson lęknir. Björgunarafrekiš sem unniš var viš erfišar ašstęšur žessa óvešursnótt, mun seint gleymast.

Helstu heimildir:
Frišžór Eydal: Fremsta vķglķna, s. 105-110, Reykjavķk 1999. Bergžóra Pįlsdóttir: Hrakningasaga breskra hermanna į Eskifjaršarheiši.
Eskja I, s. 191-194.