Skip to main content

126472

Undanfarið hafa sjálfboðaliðar frá samtökunum Seeds verið að lagfæra stikaðar gönguleiðir. Þeir byrjuðu á gönguleiðinni frá Vöðlavík um Gerpisskarð til Sandvíkur og síðan frá Sandvík um Sandvíkurskarð til Viðfjarðar. Sunnudaginn 16. júlí var leiðin upp á Valahjalla yfirfarin og fylgja hér myndir úr þeirri ferð. Að lokinni ferðinni á Valahjalla var skriðan sem féll úr Sauðatindi skoðuð.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Í Karlsskálaskriðum

Við vatnið á Valahjalla sem um þessar mundir er á stærð við litla tjörn

Við flugvélarflakið á Valahjalla

Hópurinn við berghlaupið úr Sauðatindi

Valahjalli

Í skriðunni úr Sauðatindi