Laugardaginn 8. júlí var gengið eftir gamla veginum yfir Fagradal, frá Neðstubrú og vel uppfyrir Kofa. Sá vegur var aflagður um 1963 þegar nýr að vestanverðu var tilbúinn. Leiðsögumaður í ferðinni var Einar Þorvarðarson.
Við Neðstubrú er minningarskjöldur um Vilhjálm Sigurbjörnsson forstjóra Brúnáss sem lést þar í bílslysi 1975.
Farið austur yfir Fagradalsá. Þarna hefur verið tekin af slæm beygja, sem hefur kostað nýja brú sem hefur þó enst skemur en sú eldri. Veit einhver hvað þessi brú var kölluð ?
Ferðafélag Fjarðamanna - kt. 690998-2549 - s: 8471690 -