Skip to main content

126472

Laugardaginn 5. september var gengið á fjallið Bungu, 850 m í Reyðarfirði. Gengið var inn Breiðdal þaðan sem sveigt var upp hlíð fjallsins. Leiðin til baka lá eftir hjalla í hlíð Berutinds sem náði að Söðli. Þaðan var gengið niður hlíð Söðulhnjúks. Jóhanna G. Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björnsdóttir sem eru frá Þernunesi leiðbeindu fólki þessa fallegu leið til baka.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Við Þernunes í upphafi ferðar

Á leið inn Breiðdal. Þernunes í baksýn

Í baksýn handan Reyðarfjarðar sést í Snæfugl yst. Innan við hann er Karlsskálaskarð, Hesthaus og Álffjall. Seley fyrir utan

Breiðdalur fyrir neðan

Horft inn í botn Breiðdals

Útsýni til Eskifjarðar úr Miðdegisskarði milli Berutinds og Bungu

Horft til Berutinds. Fjær sést í Skúmhött í Vöðlavík

Bunga

Útsýni út Reyðarfjörð

Komið upp á Bungu

Horft inn Reyðarfjörð

Í baksýn talið frá hægri: Goðaborg, Hoffell, Lambafell, Guðrúnarskörð og Miðaftanshnjúkur

Horft niður á Rauðafell

Gengið niður á hjallann sem liggur út í Söðul

Söðull og Söðulhnjúkur fyrir neðan

Á leið niður Söðulhnjúk. Þernunes fyrir neðan

Í lok ferðar buðu hjónin Hreinn Halldórsson og Jóhanna G Þorsteinsdóttir fólki í kaffi