Skip to main content

126472

Laugardaginn 18. júlí var gengið á Kistufell, 1239 m. Sjö manns fóru í gönguna. Hægt er að fara fleiri en eina leið á Kistufell en oftast og að þessu sinni var gengið meðfram fjallinu, inn dalinn Hjálpleysu inná varp, þar sem halla fer niður til Héraðs. Það er í um 700 m hæð. Þá er beygt og farið upp fjallshlíðina, sem er samfellur mikill bratti þar til rúmir 100 metrar eru eftir í hæð, þá minnkar brattinn.
Eftir að kom uppá varpið var skítaveður, hvasst með köflum, rigning og súld og hitinn trúlega rétt yfir frostmarki. Urðu göngumenn því blautir, kaldir og hraktir og var stoppað stutt á toppnum og ekki fór tími í að skoða útsýnið því það var auðvitað ekkert.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.

F 224 01

F 224 02

F 224 03

F 224 04

F 224 05

F 224 06

F 224 07

F 224 08

F 224 09

F 224 10

F 224 11

F 224 12

F 224 13

F 224 14

F 224 15

F 224 16

F 224 17

F 224 18

F 224 19

F 224 20

F 224 21

F 224 22