Skip to main content

126472

Laugardaginn 6. september var sameignleg ferð með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Gengið var upp Jökuldal í Borgarfirði eystri að Dyfjöllum og inn Dimmadal, yfir Byrgisfjall og út fjallshrygg að Hvolsmæli. Fararstjóri var Vigfús Ingvarsson.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Horft yfir Héraðssand frá Vatnsskarði

Upphaf göngu

Horft upp til Jökuldals. Til hægri er Dyrfjallatindur þá Ytra-Dyrfjall (Súla), Dyr og Innra-Dyrfjall

Vigfús Ingvarsson fararstjóri (fjær)

Fjallshryggurinn í baksýn var genginn á leiðinni til baka

Jökuldalur til hægri og Dimmidalur til vinstri

Í Jökuldal

Á leið í Dimmadal

Innra-Dyrfjall fyrir ofan

Takið eftir mosanum í klettunum

Í Dimmadal

Á leið upp Byrgisfjall

Tindótta fjallið á myndinni nefnist Tindfell

Komið upp á Byrgisfjall

Á leið niður af Byrgisfjalli

Takið eftir skorunni sem liggur upp Dyrfjallatind en farið er eftir henni þegar gengið er á tindinn

Komið út á fjallshrygginn sem gengur út að Hvolsmæli

Gengið niður af Hvolsmæli