Skip to main content

126472

Laugardaginn 26. júní var Fannardalshringurinn genginn í fjórða sinn. Gengið var umhverfis Fannardal í Norðfirði frá Goðaborg eftir fjallabrúnum inn á Fönn og út að sunnan út á Hólafjall og niður í Seldal u.þ.b 33 km. langa leið með heildahækkun um 2.700 m. Að þessu sinni slógust fjórir með í för á Goðaborgina en fimm gengu hringinn. Ferðin tók rúmalega 14 klst.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.

Í upphafi ferðar

Eins og árið á undan var vikið út af hefðbundinni leið á Goðaborg. Gengið var á snjóbrú yfir árnar upp undir Geysárdal vegna mikils vatns í þeim

Við gestabókina á Goðaborg

Útsýni til austurs af Goðaborg

Útsýni til vesturs af Goðaborg en þangað liggur leiðin í Fannardalshringnum

Fjórmenningarnir á leið niður af Goðaborg

Geysárdalur fyrir neðan

Mjóitindur

Hádegistindur fyrir neðan

Útsýni út Mjóafjörð

Hnúta fjær til hægri á myndinni. Fönn vinstra megin við hana

Nestisstopp á Hnútu

Gengið út á Fönn

Á leið upp Fannarhnjúka

Gengið upp Ljósártind

Horft niður í Þverárdal. Hólmatindur í baksýn

Ljósárskarð og Sauðatindur

Á leið upp Sauðatind

Á Sauðatindi

Gengið niður Sauðatind

Ófeigsdalur fyrir neðan

Horft til Hólafjalls

Tindaröðin sem var gengin frá Fönn

Seldalur fyrir neðan

Horft til Norðfjarðar

Kvöldsólin farin að skína niður Fannardal

Á toppi Hólafjalls

Hólafjallseyra

Komið niður við Dalsel í Seldal