Laugardaginn 19. júlí var gengið á Botnatind (1163 m) og Áreyjatind (971 m). Leiðin lá frá Áreyjum í Reyðarfirði um Hjálpleysu upp á Hjálpleysuvarp. Af Hjálpleysuvarpi var gengið á Botnatind. Frá Botnatindi var fjallgarðurinn sem liggur í sveig til Áreyjatinds genginn.