Skip to main content

126472

Laugardaginn 28. júní var gengið frá Karlsskála fyrir Krossanes til Vöðlavíkur með viðkomu á Valahjalla þar sem er að finna flak þýskrar Henkel 111 sprengjuflugvélar. Það sem vakti þó hvað mesta athygli í ferðinni var nýlega fallin skriða eða berghlaup úr Sauðatindi rétt utan við Valahjalla.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.

Lagt var af stað skammt innan við Karlsskála

Karlsskáli

Komið í Karlsskálaskriður

Áð við Haugatanga

Lagt af stað upp á Valahjalla

Komið upp á Valahjalla

Fjærst á myndinni má greina ummerki nýlega fallinnar skriðu í Sauðatindi

Við flak þýsku Henkel 111 sprengjuflugvélarinnar

Við minningarskjöld um áhöfnina sem fórst með þýsku sprengjuflugvélinni

Skriðan sem féll úr Sauðatindi

Leið skriðunnar niður að sjó

Á myndinni má greina umfang skriðunnar þar sem hún fór yfir Krossanesskriður

Haldið niður af Valahjalla

Komið að skriðunni sem greina má í fjallinu fyrir aftan

Fara þurfti niður í fjöru til þess að komast fyrir skriðuna

Horft upp eftir skriðunni

Ennþá er laust í skriðunni eins og sjá má á þessari mynd

Við steininn Óblauð

Ofan við Krossanesbæinn

Komið til Vöðlavíkur

Við Kirkjuból

Í lok ferðar voru kaffiveitngar í skála Ferðafélags Fjarðamnna að Karlsstöðum