Skip to main content

126472

Laugardaginn 14. júní var ferð undir yfirskriftinni “úr firði í fjörð”. Gengið var upp Sauðdal í Stöðvarfirði í Eyrarskarð og þaðan út á Vindfell (786 m). Frá Vindfelli var gengið meðfram Sandfelli að Eyri í Fáskrúðsfirði.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.

Gert klárt

Gengið upp Sauðdal. Fjöllin talin frá vinstri: Kumlafell, næst sést í toppinn á Vindfelli, Miðfell, Hákarlshaus og Sauðabólstindur

Vindfell og Miðfell

Á leið upp í Eyrarskarð

Í Eyrarskarði

Á leið upp Vindfell

Fjöllin í baksýn talin frá vinstri: Mosfell, Súlur, Lambafell, Snæhvammstindur og Hádegistindur

Komið upp á Vindfell. Sandfell í baksýn

Sandfell

Horft niður Fleinsdal. Fjöllin talin frá vinstri: Miðfell, Hákarlshaus, Sauðabólstindur og fjærst sést í Steðja

Horft yfir Gráfell til Jökultinds. Háöxl til hægri

Kumlafell fyrir ofan

Smátindar

Sandfell