Skip to main content

126472

Sveitarölt í fádæma góðum félagsskap um sunnanverðan Reyðarfjörð í fylgd Magnúsar Stefánssonar frá Berunesi. - fróðleikur, hreyfing og skemmtun í dandalaveðri, enduðum í vöfflum hjá Marlín

Og þetta hafði Kristinn V. Jóhannsson að segja um ferðina:
Í morgun fóru ég og Stebbi vinur minn Pálma með Ferðafélagi Fjarðamanna í "Sveitaferð við sunnan verðan Reyðarfjörð.". Fólk hittist við Sléttu og þaðan var haldið á bílum allt út á Vattarnes með stoppum víða á leiðinni við eyðibýli og fallega staði. Gengið upp á Grímuna og skyggnst yfir til norðurstrandar Reyðarfjarðar. Skyggni var svo gott, að við lá að ég sæi Fúsa frænda minn og vin í Stóru-Breiðuvík á vappi á hlaðinu þar og gömul spor eftir Auðunn ömmubróður minn milli Karlsskála og Krossaness. Eða kannski eftir Kristínu ömmu, sem hljóp léttilega yfir fjöllin úr Helgustaðarhreppi yfir í Norðfjarðarhrepp í heimsókn - og prjónaði á leiðinni því ekki mátti verk úr hendi sleppa. Magnús Stefánsson frá Berunesi var leiðsögumaður okkar og gæddi landslagið lífi með sögum og nöfnum þeirra sem þarna lifðu og ömstruðu. Á eftir fórum við í kaffi hjá henni Marlín á Reyðarfirði og fengum belgískar vöfflur með rjóma og gott kaffi.

Ljósm. Ína Gísladóttir

Fólk að hittast og heilsast

Á bæjarrústunum við Hrúteyri.. Randulfs sjóhús stóð rétt utan við þessar rústir, kennt við Randulf sem rak bæði fiskverkun og verslun á staðnum. Seinna bjuggu foreldrar Jónasar Valdórssonar í Hátúni í Neskaupstað á Hrúteyri

Bæjarrústir á Holtastaðaeyri

Sjóhús innan við Holtastaðaeyri, sem búið var í um skeið á 20. öldinni

Hádegisfjallið, bæjarfjall Reyðfirðinga séð frá Hrúteyri

Samanlímt grjót í grunni íbúðarhúss á Hrúteyri

Lambafell sem á að ganga á 23. ágúst í sumar (2014)

Bjarni Björnsson frá Ljósalandi

Rústirnar af Sólvöllum á Eyri við Reyðarfjörð, húsi Jónasar og Fríðu

Eyri í Reyðarfirði

Eyri

Horft til fjalla af Grímunni

Vitinn norðan á Grímunni

Eskifjörður frá Grímunni

Uppi á Grímunni

Blessuð fögru vetrarblómin

Þernunes

Hafranes

Heimagrafreitur á Hafranesi

Hér sést í Karlsskálaskarð. Snæfugl til hægri og Hestshaus til vinstri. Folöldin gægjast upp á milli

Magnús heldur á merkisbók um Hafranes

Leiðin upp í Hrossadalsskarð

Þau eru mörg glæsifjöll Reyðarfjarðar, fjallið með strýtunni heitir Spararfjall, eftir skessu að sjálfsögðu

Kolmúli. Nú í eyði, nema íbúðarhúsið er nú sumarhús barna Guðjóns og fjölskyldna þeirra

Frá Kolmúla

Krossanesfjall.. Hér sést geysimikil skriða sem er nýfallin rétt utan við Valahjallann

Nærmynd af skriðunni í Krossanesfjallinu

Steinhúsið og vitinn á Vattarnesi. Handan fjarðar Krossanesfjall (Valahjalli) og Gerpir austasti oddi Íslands

Vattarnes. Baldur og Elinóra búa í steinhúsinu til hægri og húsin til vinstri eru sjóhús

Horft til Seleyjar

Þetta merkis áhald, sem kallast þverhaus var plokkaður upp úr malbikinu, ætli hann endi bara ekki á einhvers konar safni

Marlín tekur á móti okkur

Makindi