Skip to main content

126472


Yndislegur morgunn. 24 gestir í árlegri hátíðargöngu Ferðafélags Fjarðamanna í Páskahelli. Sólin braust gegn um skýjabakkann og skelliskein á okkur. Gæsir komu í oddaflugi af hafi og þegar við sátum á brúninni ofan við Páskahelli í bakaleið settist músarindill á stóran stein við hliðina á okkur og söng hjartnæmar trillur. Svo söng Bryndís Magna fyrir okkur franska þjóðsönginn uppi í Kórnum.. 10 manns komu á móti okkur utan úr Helli, hópur sem tók daginn snemma í von um að sjá sólina rísa, það gekk ekki eftir hún sýndi sig ekki strax, hulin í skýjabakka í blíðviðrinu. Í þessum hópi kann að hafa leynst selamær eða sveinn sem höfðu glatað hami sínum og verða þá að dvelja í mannheimum um sinn.

Athugið að myndirnar eru ekki í tímaröð

Ljósm. Ína Gísladóttir og Snorri Styrkársson.