Skip to main content

126472

Sunnudaginn 1. september var hjólaferð, hringferð frá Reyðarfirði um Fagradal í Egilsstaði, þaðan inn Velli og Skriðdal og síðan yfir Þórdalsheiði til Reyðarfjarðar, alls 88 km. Ferðin hafði verið á dagskrá daginn áður en var seinkað um dag vegna slæmrar veðurspár. Bjart og fallegt veður var á sunnudagsmorguninn en veðurspáin var þannig að seinnipartinn skyldi ganga í suðaustan átt og mikla rigningu og skv. norsku spánni átti þetta að gerast klukkan fjögur. Hjólaferðin mótaðist mikið af þessari spá og voru því hærri gírarnir meira notaðir en ella hefði verið. Veður hélst hagstætt þar til að um miðjan Skriðdalinn byrjaði suðaustan blásturinn, beint í fangið og létti sannarlega ekki ferðina inn dalinn og yfir heiðina. En rigningin byrjaði ekki að ráði fyrr en við vorum komnir á Reyðarfjörð, um klukkan fimm. Þetta var fámenn ferð 3 þátttakendur, kannske of létt fyrir einhverja en trúlega þó of erfið fyrir fleiri.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Ferðin hófst við Olísskálann á Reyðarfirði

Horft upp Hjálpleysu

Hjólað inn á veginn upp Fagradal

Við Biskupshlaup

Áð við kofann á Fagradal

Þessir voru að fara í lax til Vopnafjarðar

Hjólað frá Egilsstöðum og stefnt inn Velli og Skriðdal

Gamla brúin yfir Gilsá

Áð við Gilsá

Hjólað inn Skriðdal

Í baksýn vinstra megin er Sandfell og Skúmhöttur hægra megin við það

Við afleggjarann inn Þórudal

Gil Ytri-Ljósár

Gil Innri-Ljósár

Ólag á keðjunni, búið að ofreyna hana

Í baksýn er Hallbjarnarstaðatindur

Hjólað upp síðustu brekkuna á Þórdalsheiðinni

Farið að sjást í Áreyjadal

Sunnudagsbíltúr yfir Þórdalsheiði

Sést til Reyðarfjarðar

Komið niður af heiðinni við Áreyjar