Skip to main content

126472

Laugardaginn 27. júní var Fannardalshringurinn genginn í þriðja sinn. Gengið var umhverfis Fannardal í Norðfirði frá Goðaborg eftir fjallabrúnum inn á Fönn og út að sunnan út á Hólafjall og niður í Seldal. Þetta er um 33 km. löng leið með heildarhækkun um 2.700 m. Veðrið var eins best verður á kosið en ferðin tók 17 klst.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Gert klárt fyrir gönguna

Þoka var þegar gangan hófst

Komið upp úr þokunni. Hólafjallseyra er yst í fjallinu til hægri á myndinni en þaðan var gengið niður í Seldal í lok ferðar

Hefðbundin leið var ekki farin á Goðaborg vegna mikils vatns í ám. Farið var yfir á snjóbrú upp undir Geysárdal

Toppur Goðaborgar fyrir ofan

Fjallið nálægt miðri mynd er Sauðatindur en hann er hæsta fjallið sem þarf að fara yfir að sunnanverðu í Fannardalshringnum

Haldið niður af Goðaborg

Mjóitindur

Hádegistindur

Miðdegistindur

Miðtindur fyrir neðan

Horft inn að Hnútu og Fönn vinstra megin við hana

Útsýni frá Hnútu yfir gönguleiðina frá Goðaborg

Á Fönn

Hittum fyrir göngufólk skammt frá Fönn

Á Fannarhnjúkum

Horft til Eskifjarðar. Þverárdalur fyrir neðan

Á leið niður af Fannarhnjúkum

Notalegt að skola lappirnar í tæru fjallavatninu

Framundan er Ljósártindur og Sauðatindur bakvið hann

Á Ljósártindi

Í Ljósárskarði. Sauðatindur í baksýn

Á leið upp Sauðatind

Toppur Sauðatinds

Svartafjall fyrir neðan

Á toppi Sauðatinds

Á leið niður af Sauðatindi

Hólafjall

Á Nóntindi

Ófeigsdalur fyrir neðan

Hólafjall framundan

Horft til baka á tindana sem leiðín lá yfir

Slappað af við Hólafjallseyra. Orðið skuggsýnt