Skip to main content

126472

Fáir mættir kl. 10 laugardaginn 6. júlí, enda rok og rigning, þegar lagt var af stað frá Stríðsárasafninu. En brátt glaðnaði til og heppnaðist ferðin vel. Gengum upp með náttúruperlunni Búðarárgili og fossi að virkjunarstíflu. Róri rafveitustjóri fræddi okkur um framkvæmdir við stífluna og göngubrúna sem verður sett upp með haustinu og ferjaði okkur síðan yfir ána. Gengið yfir Kollaleiruháls og að munkaklaustrinu á Kollaleiru þar sem sem Davíð munkur tók á móti okkur, kynnti okkur starfsemina og bauð í kaffi. Kollaleirurósin skoðuð þar sem hún vex villt á sínu afmarkaða barði, gengið meðfram Andapolli og síðan göngustíginn upp með Búðará að safni og hringnum þar með lokað.
Einar Þorvarðarson

Stríðsárasafnið, þar sem gangan hófst. Sjá frekari upplýsingar hér

Við Búðarárgil

Nú blasir við virkjunarstíflan, sem var byggð 1930. Búið er að steypa undirstöður 18 metra göngubrúar sem verður vonandi komin upp fyrir næsta sumar

Gengið yfir Kollaleiruháls

Kollaleirurósin (Rosa Pimpinella) fundin

Leitað að Kollaleirurós

Herdísarvík (Storgaard) í Búðará, þar sem Helgi Seljan og fleiri grallarar hafa hætt lífi sínu með því að stökkva af klettinum í hylinn

Pétur Ingólfsson, Kristinn Þorsteinsson, Árni Ragnarsson og Einar Þorvarðarson, göngustjóri

Gat á þrýstipípu rafstöðvar Búðarár. Nú stendur yfir endurnýjun á pípunni

Á Kollaleiru er birgðastöð áhaldahúss Fjarðabyggðar. Þar eru m.a. gömlu rafveiturörin sem verið er að endurnýja og sem hafa enst hafa í yfir 80 ár

Gönguhringnum lokað neðan við Stríðsárasafnið

Róri rafveitustjóri mættur á staðinn til að kynna framkvæmdir við göngubrú og endurbætur á stíflu

Undirbúið að ferja göngumenn yfir Búðarána

Í kapellu klaustursins. Frans af Assisi stofnaði klausturregluna

Ös á tjaldstæðinu

Davíð bauð í kaffi og þá hafði Erla Hjaltadóttir bætst í hópinn

Ungauppeldið við Andapollinn

Staldrað við hjá Búðarárfossi

Búðarárfoss, hið dulda náttúruundur Reyðarfjarðar

Komnir í Kollaleiruklaustur og Davíð munkur tekur á móti okkur