Fáir mættir kl. 10 laugardaginn 6. júlí, enda rok og rigning, þegar lagt var af stað frá Stríðsárasafninu. En brátt glaðnaði til og heppnaðist ferðin vel. Gengum upp með náttúruperlunni Búðarárgili og fossi að virkjunarstíflu. Róri rafveitustjóri fræddi okkur um framkvæmdir við stífluna og göngubrúna sem verður sett upp með haustinu og ferjaði okkur síðan yfir ána. Gengið yfir Kollaleiruháls og að munkaklaustrinu á Kollaleiru þar sem sem Davíð munkur tók á móti okkur, kynnti okkur starfsemina og bauð í kaffi. Kollaleirurósin skoðuð þar sem hún vex villt á sínu afmarkaða barði, gengið meðfram Andapolli og síðan göngustíginn upp með Búðará að safni og hringnum þar með lokað.
Einar Þorvarðarson