Skip to main content

126472

Laugardaginn 22.júní var sólstöðuganga á Grænnýpu, sem er við mynni Fáskrúðsfjarðar að sunnanverðu. Þátttakendur voru 14 og göngustjóri var Eyþór Friðbergsson.

Ljósm: Eyþór Friðbergsson

Inn Fáskrúðsfjörð

Útsýn norður yfir mynni Fáskrúðsfjarðar. Eyjarnar, frá hægri Skrúður, Andey og Æðarsker. Ofan við Æðarsker ber skerið Fles (Stórafles) og enn fjær, upp við hafsbrún er Seley. Arfaklettur er smáeyjan við Skrúð. Ljósbletturinn á miðri mynd er frá skipi sem er þarna á ferð.