Skip to main content

126472

Laugardaginn 13. apríl var sveitaferð í gamla Helgustaðahreppi við norðanverðan Reyðarfjörð. Sævar Guðjónsson greindi frá staðháttum og ýmsu úr sögu Helgustaðahrepps. Í lok ferðar voru kaffiveitingar í Randulffssjóhúsi.


Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Við leiði Eiríks Þorlákssonar á Mjóeyri, en hann var hálshöggvin þar árið 1786. Þetta var síðasta aftaka á Austurlandi

Á staðnum þar sem hvalstöðin við Svínaskála stóð. Hólmatindur í baksýn

Við Sellátra

Fulltrúi gamla tímans

Við Helgustaði

Upplýsingaskilti um silfurbergsnámuna við Helgustaði

Gengið niður að Útstekk þar sem Danir ráku einokunarverslun á 17. og 18. öld

Við leiði fransks lautinants á melnum skammt ofan við Útstekk en hann varð fyrir voðaskoti á lóuveiðum ári 1864

Við Bekkenshús sem var sjóbúð Norðmanna 1880-1890

Íbúðarhúsið á Útstekk

Heiðbert og Sjöfn buðu göngufólki upp á kaffi

Steinninn á myndinni kallast Kirkjuhellan og er talinn hafa tengst kirkju sem stóð litlu ofar

Hér mun kirkjan hafa staðið

Hér var verkað súrhey

Við Litlu-Breiðuvík