Skip to main content

126472

Laugardaginn 11. ágúst var gengið á Vaðhorn milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdals. Gengið var á fjallið frá bænum Tungu um Tungudal en leiðin til baka lá niður Lambadal að Dölum.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Við bæinn Tungu í upphafi ferðar

Gengið upp Tungudal. Vaðhorn við botn dalsins

Horft út Fáskrúðsfjörð

Gengið upp Bröttubrekku. Svartagil til vinstri

Gengið var upp á öxlina  vinstra megin við fjallið

Gengið er upp þá hlið fjallsins sem snýr að Breiðdal

Fjallagarparnir Skúli og Fríða. Skúli slóst í hópinn við uppgönguna á tindinn en hann hafði fyrr um morguninn gengið á Jökultind

Horft niður Tungudal

Kambfjall og Tunguröð næst á myndinni. Fjær talið frá vinstri eru Sauðdalsfjall, Hoffell og Lambafell

Launárskarð fyrir neðan og Heiðarhnjúkur ( Mið-Vaðhorn) fyrir aftan það

Fjallstindar austan við Vaðhorn. Fyrir miðri mynd ber Jökultind hæst

Tungudalur og Fáskrúðsfjörður

Þorsteinn Jakobsson var með í för en hann stefnir að því að ganga fyrir Ljósið  á öll bæjarfjöll landsins. Hann var þessa dagana að ljúka við að ganga á helstu bæjarfjöll Austfjarða

Lambafell fyrir miðri mynd

Þorsteinn Jakobsson

Fyrir neðan er Lambaskarð og Lambadalur niður úr því

Snæfell fjær

Komið niður í Lambaskarð

Í Lambadal. Hrútfell fyrir miðri mynd

Gengið niður að Dölum

Að lokum þurfti að vaða yfir Dalsá