Sunnudaginn 24. júní var gengin sú leið sem hópur breskra hermanna fór þann 20. janúar 1942 frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Sú ferð endaði illa þar sem það brast á aftakaveður með þeim afleiðingum að 8 hermenn urðu úti á Eskifjarðarheiði. Heimilisfólkinu á Veturhúsum í Eskifirði tókst að bjarga lífi fjölda hermanna með því að leita þá uppi og koma þeim í bæ við afar erfiðar aðstæður.
Gengið var frá stríðsárasafninu á Reyðarfirði upp Svínadal og þaðan um Hrævarskörð yfir á Eskifjarðarheiði til Eskifjarðar, en upphafleg áætlun hermannanna var að ganga þessa leið. Sökum ísingar komust þeir ekki upp í Hrævarskörð en gengu þess í stað niður Svínadal og upp Tungudal og þaðan yfir Eskifjarðarheiði til Eskifjarðar.
22 mættu í gönguna.
Ljósm: Kristinn Þorsteinsson

Byrjað var á því að skoða stríðsárasafnið á Reyðarfirði

Gengið upp Svínadal

Á Svínadalsvarpi

Á leið upp í Hrævarskörð

Tungufell framundan, en Hrævarskörð eru hægra megin við það

Sveigt inn Hrævarskörð

Öskjuhnjúkur á hægri hönd

Öskjuhnjúkur á hægri hönd

Hólmatindur til hægri, en Svartafjall gegnt honum

Foss í Víná

Gengið var fram á beinagrind af hreindýri

Gengið yfir Steinsá

Magnús Pálsson frá Veturhúsum (á miðri mynd) greindi göngufólki frá atburðunum á Eskifjarðarheiði 1942

Staðið við rústir bæjarins á Veturhúsum