Sunnudaginn 17. júní var gengið á fjallið Gráfell milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Fararstjóri var Hrafn Baldursson, en hann ásamt Þorgeiri Eiríkssyni hafa komið fyrir kaðalspottum á völdum stöðum til þess að auðvelda uppgöngu á fjallið. Veðrið skartaði sínu fegursta á þjóðhátíðardaginn.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Ferðafélag Fjarðamanna - kt. 690998-2549 - s: 8471690 - ffau@simnet.is