Skip to main content

126472

Uppaf Sléttuströnd í sunnanverðum Reyðarfirði heita Jökulbotnar, Innri og Ytri, milli Kambfjalls og Eyrarfjalls. Í Innri-Jökulbotni í 420 metra hæð er surtarbrandsnáma sem var nýtt um tíma snemma á síðustu öld. 9. júní var farið í göngu að námunni, undir leiðsögn Einars Þorvarðarsonar. Námuopið sjálft reyndist enn vera undir snjó. Þarf því að fara seinna til að skoða þetta nánar. Fyrir utan það sem er undir snjónum eru einu ummerkin um vinnsluna hústóft og reiðgata sem liggur niður fjallið.
Nánar um surtarbrand

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Spáð í gönguleiðina, í átt til sólar

Kambfjall og Gaflar bakatil

Ungi maðurinn í hópnum

Hér var tófugreni. Yrðlingavæl heyrðist úr urðinni

Mávahræ og fleira matarlegt útifyrir

Hádegisfjallið

Einar með máf sem var við grenið. Óétinn en hauslaus

Reyðarfjörður

Sér uppí Jökulbotna

Surtarbrandur

Op surtarbrandsnámunnar er undir þessum skafli

Hústóft, fyrir neðan námuna

Komið niður undir veg, við Holtastaðaeyri