Skip to main content

126472

28. apríl var bæjarrölt á Fáskrúðsfirði. Berglind Agnarsdóttir var leiðsögumaður. 40 manns tóku þátt í röltinu.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Berglind til hægri

Hús franska safnsins

Húsið Tangi til vinstri. Það var áður kaupfélagsbúð og nú hefur Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga endurbyggt húsið af myndarskap

Gamla læknishúsið. Nú stendur yfir endurbygging nokkurra gamalla húsa á Fáskrúðsfirði, m.a. franska spítalans

Rauða húsið, fjær heitir Grund og er byggt af frökkum sem sjúkraskýli áður en þeir byggðu spítalann

Minnismerki um Dr. Charcot og áhöfn franska rannsóknarskipsins Pourquoi-Pas? sem fórst við Mýrar 1936. Fáskrúðsfjörður var aðal bækistöð franska fiskiskútuflotans sem stundaði veiðar hér við Ísland á 19. öld. Fáskrúðsfirðingar hafa á margvíslegan hátt ræktað sagnaarfinn og tengslin við Frakkland. Bærinn Gravelines í Frakklandi er vinabær Fáskrúðsfjarðar, götuskilti á Fáskrúðsfirði eru bæði á íslensku og frönsku og hátíðin Franskir dagar er haldin árlega á Fáskrúðsfirði

Þetta er grunnur franska spítalans sem var byggður á Fáskrúðsfirði 1903.

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er burðarás í atvinnulífi staðarins, með útgerð og fiskvinnslu. Veggur síldarsöltunarhússins er risastórt málverk þar sem eru skip fyrirtækisins, gömul og ný svo og Skrúðurinn og fleiri auðkenni fjarðarins. Loðnuvinnslan er öflugt fyrirtæki og gárungarnir hafa sagt að ástæða þess að hún hafi ekki keypt stórt nótaskip, eins og sumar aðrar útgerðir sé sú að það sé ekki pláss fyrir slíkt á veggnum

Gula húsið heitir Búðir

Sunnuhvoll. Eigendur þess hafa endurbyggt það að innan og nú stefna þeir að því að taka það í gegn að utan

Þetta hús hefur verið fjölnota gegnum tíðina en er nú sundlaug og félagsaðstaða aldraðra

Dæluhús og vatnstankur, með málverki sem farið er að láta á sjá

Kíkt var á sundlaugina

Tobbusteinn. Enn mótar fyrir svörtum krossi sem var áður tjargaður á hann. Það var merki til frönsku skútanna um að innan við þennan stein mætti ekki sigla, þá væri hætta á strandi

Kirkjan var skoðuð

og Berglind tók lagið

Endað var í kaffihúsinu Sumarlínu