Laugardaginn 1. september var hjólaferð á dagskrá Ferðafélagsins. Hjólað var frá gangamunna Fáskrúðsfjarðarganga Reyðarfjarðarmegin, út Reyðarfjörð að sunnan og inn Fáskrúðsfjörð að norðan, alveg inn að göngum og gegnum þau og þá var hringnum lokað. Þátttakendur voru 5 og veður eins og best getur orðið.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson