Skip to main content

126472

Laugardaginn 1. september var hjólaferð á dagskrá Ferðafélagsins. Hjólað var frá gangamunna Fáskrúðsfjarðarganga Reyðarfjarðarmegin, út Reyðarfjörð að sunnan og inn Fáskrúðsfjörð að norðan, alveg inn að göngum og gegnum þau og þá var hringnum lokað. Þátttakendur voru 5 og veður eins og best getur orðið.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Gert klárt

Hér er tekin pása við Eyrarhjalla

Þernunes

Við Hafranes. Fuglinn ber í fjallið Snæfugl, handan fjarðar

Á myndinni sjást tvö af Fjöllunum fimm (stimpilfjöllum) í Fjarðabyggð

Kolmúli. Þarna var heilsað uppá börn Guðjóns á Kolmúla og fjölskyldur þeirra, þau eru að taka húsið í gegn

Vattarnes framundan og síðan brekkan ógurlega uppí Vattarnesskriðurnar

Sér yfir Vattarnes. Handan fjarðar, yst er Gerpir, austasti oddi Íslands

Skrúður

Á Kolfreyjustað var gengið í guðshús

Komið til Fáskrúðsfjarðar, eða inní Búðir, eins og bærinn kallast

Á Fáskrúðsfirði stendur yfir endurbygging gamla franska spítalans og nokkurra annarra gamalla húsa

Spáð í fjallahringinn innarlega í Fáskrúðsfirði

Við áningarstaðinn, áður en farið er gegnum göngin.