Laugardaginn 10. september var gengið á Sjónhnjúk, 1192 m . Gengið var frá Stuðlum í Reyðarfirði inn og upp úr botni Hjálmadals áleiðið á fjallið. Í upphafi ferðar var bjart veður en þegar kom að fjallinu hvarf toppur þess í þoku. Við toppinn tók við sannkallað vetrarríki með kulda og trekki. Þátttakendur voru 6 talsins. Þar sem ekkert útsýni var að hafa á þessu annars ágæta útsýnisfjalli fylgja með nokkrar myndir sem teknar voru á fjallinu í október á síðasta ári.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson