Skip to main content

126472

Laugardaginn 3. september var á dagskrá hjólaferð. Leiðin lá frá Egilsstöðum í Fellabæ, síðan inn Fell og inn í Fljótsdal. Í Fljótsdal er völ á tveimur leiðum til baka, styttri leiðinni, um nýju brúna á móts við Mela eða gömlu leiðinni yfir brúna á móts við Valþjófsstað. Við fórum styttri leiðina yfir nýju brúna en tókum fyrst aukarúnt inní Skriðuklaustur. Þarna heitir áin sem nefndar brýr eru yfir Jökulsá en rétt utar hættir hún að vera á og verður að vatni, Leginum eða Lagarfljóti. Sagt er að á Héraði séu bara tvær áttir, norður og austur. Við fórum norður fyrir Fljót yfir í Fellabæ en þarna innfrá vorum við komin austur fyrir Fljót, þar fórum við gegnum Hallormsstaðaskóg og út Velli og aftur í Egilsstaði. Alls voru hjólaðir 79 kílómetrar.
Í upphafi ferðar hellirigndi en hætti því þegar var komið vel innfyrir Fellabæ og hélst nokkurn veginn þurrt eftir það. Vindafar skiptir miklu máli í hjólaferðum. Mótvindur var ekki teljandi, nema á leiðinni frá Skriðuklaustri til baka að vegamótunum við brúna, þá blés á móti.
5 manns voru í þessari ferð.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

F 146 01

F 146 02

F 146 04

F 146 05

F 146 06

F 146 07

F 146 08

F 146 09

F 146 10

F 146 11

F 146 12

F 146 13

F 146 14

F 146 15

F 146 16

F 146 17

F 146 18

F 146 19

F 146 20

F 146 21