Skip to main content

126472

4. ágúst 2011
Þorsteinn Jakobsson, einn afkastamesti fjallgöngumaður á Íslandi gekk í gær á Fjöllin 5, ásamt Róberti Beck og auðvitað settu þeir nýtt met, fóru á öll fjöllin á 17 tímum og 39 mínútum. Skúli Júlíusson og Fríða fóru með þeim á síðustu 2 fjöllin, Svartafjall og Goðaborg. Fyrra met á Fjöllin 5 var 19 tímar og 50 mínútur.
Þorsteinn gengur á fjöll til stuðnings Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Á síðasta ári gekk hann á 365 tinda. Þá endaði hann á Esjunni og björgunarsveitamenn fóru með honum og mynduðu ljóskeðju niður fjallið. Ef til vill muna einhverjir eftir þessu úr sjónvarpsfréttunum. En Þorsteinn er ekki hættur, á þessu ári er ætlun hans að fara á 400 tinda og er hann þegar búinn með 284. 

Róbert Beck og Þorsteinn