Laugardaginn 9. júlí var gengið á Vindfell milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Leiðin lá meðfram Sandfelli að vestanverðu, en gengið var á Vindfellið sunnan við Sandfell. Á leiðinni til baka var gengið meðfram Sandfelli að austanverðu þannig að genginn var hringur umhverfis fjallið. Sandfell er talið eitt besta sýnishorn bergeitils á norðurhveli, en bergeitillinn þrýsti sér undir hraunlögin og reisti þau upp á rönd. Blöstu ummerki um þetta við göngufólki. Þátttakendur í ferðinni voru 8.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Ferðafélag Fjarðamanna - kt. 690998-2549 - s: 8471690 -