Skip to main content

126472

Laugardaginn 9. júlí var gengið á Vindfell milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Leiðin lá meðfram Sandfelli að vestanverðu, en gengið var á Vindfellið sunnan við Sandfell. Á leiðinni til baka var gengið meðfram Sandfelli að austanverðu þannig að genginn var hringur umhverfis fjallið. Sandfell er talið eitt besta sýnishorn bergeitils á norðurhveli, en bergeitillinn þrýsti sér undir hraunlögin og reisti þau upp á rönd. Blöstu ummerki um þetta við göngufólki. Þátttakendur í ferðinni voru 8.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Sandfell í baksýn

Sést upp eftir Sandfellsdal

Smátindar í baksýn með hraunlögin reist upp á rönd

Miðfell, Hákarlshaus og Sauðabólstindur

Eyrardalur fyrir neðan

Horft yfir Smátinda út á Sandfell

Andey og Skrúður fyrir utan

Gráfell í forgrunni, fjærst fyrir miðri mynd er Jökultindur en til hægri við hann er Hvalfjall. Háöxl gnæfir hæst til hægri á myndinni

Gengið út á Vindfell

Í baksýn er Eyrarskarð og Kumlafell

Horft yfir Stöðvarfjörð af Vindfelli

Leiðin til baka lá um Fleinsdal

Nánast lóðrétt hraunlög í Smátindum og Sandfelli