Skip to main content

126472

Að þessu sinni voru sumarpáskar og sólin því komin upp fyrir nokkru þegar prósessían sem í þetta sinn taldi 23 árrisula náttúruunnendur, lagði af stað frá Norðfjarðarvita. Suðvestan strekkingur, sjö gráðu hiti og glaðleg ský á siglingu hið efra, en lágsigld sólin sendi skæra geisla beint framan í göngufólkið. Rifjaðar upp þjóðsögur tengdar Páskahelli. Í holu eftir kolað tré voru tveir fallegir páskaungar sem ein af dúfunum sem eiga aðsetur í klettunum ofan við hellinn hafði ungað út. Víða voru blómstrandi vorblóm og vorlegt í Klofasteinum utan og ofan við Hellinn. Að venju var mættur harður kjarni sem tekur gönguna sem hluta af páskahátíðinni og svo ný andlit bæði hér heima og eins lengra að komin og páskagestir sem koma á gamla heimaslóð. Alltaf jafn ánægjulegt að fara þessa ferð fyrir fararstjóra, en ferðin var upphaflega til árið 2000 þegar Ferðafélag Fjarðamanna ákvað að taka þátt í Páskafjöri í Fjarðabyggð. Þetta var því tólfta ferðin í Páskahelli á páskadagsmorgun og má segja að enginn morgunn hafi verið öðrum líkur.


Ína D Gísladóttir

Af tröppum fararstjóra kl. 5.30 horft í austurátt

Af tröppum fararstjóra horft til vesturs kl. 5.30

Klukkan 6 frá Norðfjarðarvita til austurs

Klukkan 6 Norðfjarðarviti

Mættir voru 23 árið 2011

Staldrað við til þess að njóta stundarinnar

Á leið niður í Hellinn

Niður nýja stigann

Hvelfingin sem kallast Páskahellir

Á klöppunum framan við Hellinn

Gengið áleiðis að Páskahelli

„Sólin kemur upp í austri„ „en í vestri sest hún niður„ Tilvitnun í meistara Megas

Það er í Páskahelli sem páskaungarnir verða til í holu eftir steingerð tré

Biðröð í að skoða páskaungana. Í berginu ofan við hellinn eiga hópur bjargdúfna aðalaðsetur sitt

Þessi gerð af afslöppun er sérstök fyrir Páskahelli, ferskleiki morgunsins, hátíðleikinn og sólin

Valdimar, Elva og börnin

Árni Þorgeirsson að ljósmynda

Á gömlu leiðinni upp úr Páskahelli

Kristján Ingólfsson og Óli frá Reykjum

Horft upp að Kórnum ofan við Klofasteina

Kórinn

Horft upp til Kórsins, sem er umkringdur klettafrú þegar sumrar

Litunarmosi er skóf sem hylur steina víða við ströndina

Úr Klofasteinum yfir voginn utan við Páskahelli og yfir á Viðfjarðar- og Hellisfjarðarmúla og firðina

Ungur piltur í fornri verbúðarrúst á Bryta- eða Bretaskálum skammt innan við Páskahelli

Hagastapinn sem sumir kalla Peningastapa

Bolabás sem áður fyrri var aðhald fyrir tudda sem Páll í Hrauni dýrahómópat átti

Vorlækur á leið til sjávar

Gaman að kíkja niður til sjávarins af háum bökkum

Útsýnisskífa sem vígð var 2010 og Norðfirðingafélagið setti upp til minningar um Herbert Jónsson innst í Fólkvangi Neskaupstaðar

Þessi þrjú eru af mjófirskum ættum