Skip to main content

126472

Hefðbundin píslarganga á skíðum föstudaginn langa

Föstudaginn langa 18. apríl var hefðbundin píslarganga á skíðum. Gengið var frá Neðstubrú á Fagradal á Grænafell. í botni Reyðarfjarðar. Þetta er um 16 km leið fram og til baka. Þátttakendur voru fjórir menn og einn hundur.Ljósm. Kristinn Þorsteinsson. Lagt var af stað frá Neðstubrú á Fagradal Upp undir Sléttadalsvarpi Kistufell til hægri. Áreyjatindur fjær Á Sléttadalsvarpi. Sést niður í Sléttadal. Norðurfell á hægri hönd Haldið niður í Sléttadal ...

Continue reading

Hrun við Valahjalla

Í marsbyrjun 2014 hrundi úr klettum, niður í sjó við útendann á Valahjalla, sem er við mynni Reyðarfjarðar að norðan. Róbert Beck og Skúli Júlíusson voru á ferðinni á þessum slóðum, líklega einhverjum klukkutímum eftir að þetta gerðist. Valahjalli er þekktastur fyrir það að þar eru leifar af þýskri sprengjuflugvél sem fórst þar í stríðinu. Ný mynd sem Kristinn Þorsteinsson tók í könnunarleiðangri. Á henni sést hvar hrunið hefur úr. Eldri mynd Kristins af sömu slóðum. Myndirnar bornar saman ...

Continue reading

Fjölskylduferð á páskadag á Grænafell

Á páskadag var hin hefðbundna fjölskylduganga á Grænafell í Reyðarfirði. Eins og fyrir ári síðan var frábært veður. Það er ekki af listrænum ástæðum að síðustu myndirnar sem hér fylgja eru svarthvítar. Ástæðan er sú að ljósmyndari rak sig óvart í takka á myndavélinni sem var þess valdandi að vélin tók svarthvítar myndir. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson. Í fyrstu brekkunum Stefnt á Grænafell Gengið...

Continue reading

Hátíðarganga út í Páskahelli í Norðfirði að morgni páskadags

Yndislegur morgunn. 24 gestir í árlegri hátíðargöngu Ferðafélags Fjarðamanna í Páskahelli. Sólin braust gegn um skýjabakkann og skelliskein á okkur. Gæsir komu í oddaflugi af hafi og þegar við sátum á brúninni ofan við Páskahelli í bakaleið settist músarindill á stóran stein við hliðina á okkur og söng hjartnæmar trillur. Svo söng Bryndís Magna fyrir okkur franska þjóðsönginn uppi í Kórnum.. 10 manns komu á móti okkur utan úr Helli, hópur sem tók daginn snemma í von um að sjá sólina rísa, það gekk ekki eftir hún sýndi sig ekki strax, hulin í skýjabakka í blíðviðrinu. Í þessum hópi kann að hafa...

Continue reading

Sveitaferð við sunnanverðan Reyðarfjörð

Sveitarölt í fádæma góðum félagsskap um sunnanverðan Reyðarfjörð í fylgd Magnúsar Stefánssonar frá Berunesi. - fróðleikur, hreyfing og skemmtun í dandalaveðri, enduðum í vöfflum hjá MarlínOg þetta hafði Kristinn V. Jóhannsson að segja um ferðina: Í morgun fóru ég og Stebbi vinur minn Pálma með Ferðafélagi Fjarðamanna í "Sveitaferð við sunnan verðan Reyðarfjörð.". Fólk hittist við Sléttu og þaðan var haldið á bílum allt út á Vattarnes með stoppum víða á leiðinni við eyðibýli og fallega staði. Gengið upp á Grímuna og skyggnst yfir til norðurstrandar Reyðarfjarðar. Skyggni var svo gott, að við...

Continue reading

Hyllingarganga til heiðurs Norðfjarðargöngum

Gönguferð um Fannardal 24. maí, þar sem farið var yfir nýju brúna á Norðfjarðará og inn að munna Norðfjarðarganga. Þessi göng verða milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og koma í stað vegarins yfir Oddskarð og gömlu Oddsskarðsganganna sem eru efst á þeim erfiða fjallvegi. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson ...

Continue reading

Heimsókn til Hálfdánar á Kirkjumeli í Norðfirði

Á Kirkjumel í Norðfirði búa Hálfdan Haraldsson og Bergljót Einarsdóttir. 7. júní var á dagskrá Ferðafélagsins heimsókn á Kirkjumel, til þeirra hjóna. Þar var boðið uppá ketilkaffi og kleinur og sögur og síðan var farið í gróðurskoðun um reit sem að mestu var gróðursett í eftir 1990. Í honum eru um 100 tegundir trjáa og runna. Ljósm. Ína Gísladóttir. Begga á Kirkjumel á leið í skóginn ...

Continue reading