Skip to main content

126472

Páskadagsganga á Grænafell

Á páskadag 31. mars var fjölskylduganga á Grænafell í Reyðarfirði sem Róbert Beck stjórnaði. Eins og dagana á undan um þessa páska var veðrið framúrskarandi gott. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Grænafell fyrir ofan, fjær sést í Áreyjatind Sléttidalur fyrir neðan og Skagafell...

Continue reading

Hefðbundin píslarganga á skíðum föstudaginn langa

Föstudaginn langa 29. mars var hefðbundin píslarganga á skíðum. Gengið var frá Eyvindarárdal um Svínadal til Reyðarfjarðar. Það viðraði frábærlega til göngunnnar, sól og stillt veður. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Við upphaf göngu í Eyvindarárdal Sést í mynni Svínadals lengst til hægri á myndinni en Tungudalur og Slenjudalur eru til vinstri við hann Slenjufell og Tungudalur framundan ...

Continue reading

Hátíðarganga í Páskahelli í Norðfirði að morgni páskadags 2013

Ljósm. Ína D Gísladóttir Sofandi bær kl. 5.45 á páskadagsmorgni Smá þokubakki í austri annars fullkomin blíða, logn og 3ja stiga hiti Tignarlegir múlarnir Hellisfjarðarmúli nær og Viðfjarðarmúli fjær Hópurinn sem lagði af stað kl. 6, fljótlega bættust svo átta manns við, alls voru 22 í göngunni Skuggaverur þokast út Hagann Á leið út með ströndinni í fólkvangi Neskaupstaðar ...

Continue reading

Sveitaferð um gamla Helgustaðahreppi

Laugardaginn 13. apríl var sveitaferð í gamla Helgustaðahreppi við norðanverðan Reyðarfjörð. Sævar Guðjónsson greindi frá staðháttum og ýmsu úr sögu Helgustaðahrepps. Í lok ferðar voru kaffiveitingar í Randulffssjóhúsi. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Við leiði Eiríks Þorlákssonar á Mjóeyri, en hann var hálshöggvin þar árið 1786. Þetta var síðasta aftaka á Austurlandi Á staðnum þar sem hvalstöðin við Svínaskála stóð. Hólmatindur í baksýn ...

Continue reading

Skíðaferð af Fjarðarheiði, ekki á dagskrá Ferðafélagsins

Fjarðarheiðin hefur verið títtnefnd í fréttum undanfarinn vetur og vor (2013) vegna ófærðar og mikils snjós. Hún hentar ekki vel fyrir bíla en þeim mun betur til skíðagöngu. Þaðan er hægt að ganga í ýmsar áttir oft töluvert fram á sumarið. Laugardaginn 25. maí 2013 fór ljósmyndari þessara mynda við annan mann í skíðagöngu af Heiðinni og til norðausturs, meðfram Vestdalsvatni og uppá Afréttartind (um 1040 m) sem er milli botns Seyðisfjarðar og inndals Loðmundarfjarðar. Eins og myndirnar bera með sér var veður hið besta og skíðafæri gott, það þyngdist þó er leið á daginn. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson ...

Continue reading

Ganga í Seldal um gamlar götur og rústir þar sem Doddi stjórnaði Dalasöng og Ína sagði frá

Átján manns mættu í gönguna við brúna á Selá kl. 10 að morgni annars í hvítasunnu. Farið var yfir í land Seldals um göngubrú Simma á Hengifossá. Göngufólkið var í sumarskapi og að syngja með Dodda jók á gleðina. Gengið var eftir gamla Oddsskarðsveginum upp fyrir Hengifoss og inn eftir Höllunum sem voru gamlar slægjur Seldælinga. Þaðan var gengið inn að Kvíalæk og yfir í Nátthagann sem er gamall og stór og inni í honum miklar fjárhúsrústir. Á úteftirleiðinni var stoppað við réttina þar sem Ína minntist gleðilegra rúningsdaga sem voru mannfagnaðir í blíðviðrum æskunnar. Út með ánni skammt utan...

Continue reading

Frá Neskaupstað til Hellisfjarðar um Götuhjalla og sigling til baka á m.b.Ugga 25.maí 2013

Ljósm. Ína D Gísladóttir Vetrarblóm Í Grænanesi, kolluhreiður Í Norðfjarðarskriðum, símastaurafestur Í Grænanesi í startstöðu Lundi í Búlandinu Brynjar og Kristjana Gullhamrar yst í Búlandi Þau sækja á brattann Glóabás yst í Búlandi, oní hann tapaði séra Benedikt á Skorrastað sauði sinum Glóa sem hrapaði til dauðs ...

Continue reading