Skip to main content

126472

Aðalfundur 2011

Aðalfundur Ferðafélags fjarðamanna var haldinn 24. mars 2011 í Bókasafninu á Reyðarfirði. Auk venjulegra aðalfundarstarfa afhentar fjallavörður til þeirra sem urðu Fjallagarpar Fjarðabyggðar á síðasta ári. Þórhallur Þorsteinsson sýndi síðan myndir frá Hornströndum og eins og venjulega var endað með kaffi og kökum. Hér eru þau að byggja sig upp fyrir fundinn, Lulla formaður, Rúna ritari og Rúnar formaður húsanefndar Lulla formaður í ræðustól ...

Continue reading

Hátíðarganga í Páskahelli á Norðfirði að morgni páskadags 2011

Að þessu sinni voru sumarpáskar og sólin því komin upp fyrir nokkru þegar prósessían sem í þetta sinn taldi 23 árrisula náttúruunnendur, lagði af stað frá Norðfjarðarvita. Suðvestan strekkingur, sjö gráðu hiti og glaðleg ský á siglingu hið efra, en lágsigld sólin sendi skæra geisla beint framan í göngufólkið. Rifjaðar upp þjóðsögur tengdar Páskahelli. Í holu eftir kolað tré voru tveir fallegir páskaungar sem ein af dúfunum sem eiga aðsetur í klettunum ofan við hellinn hafði ungað út. Víða voru blómstrandi vorblóm og vorlegt í Klofasteinum utan og ofan við Hellinn. Að venju var mættur harður...

Continue reading

Bæjarrölt á Stöðvarfirði 30.apríl 2011

Laugardaginn 30. apríl var farin ferð undir yfirskriftinni „bæjarrölt á Stöðvarfirði“. Hrafn Baldursson leiddi gönguna og greindi frá fólki , húsum og ýmsu úr sögu Stöðvarfjarðar. Komið var við í kaffihúsinu Kaffi Steinn þar sem göngumenn fengu sér hressingu. Að því loknu var steinasafn Petru skoðað. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Gangan hófst við Brekkuna Óttar Ármannsson rifjaði upp bernskuminningar frá Stöðvarfirði Hrafn Baldursson fararstjóri ...

Continue reading

Gengið á Halaklett 11.júní 2011

Laugardaginn 11. júní var gengið á Halaklett sem er yst í fjallgarðinum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Það viðraði mjög vel til göngunnar, en þátttakendur vour 16 talsins. Fararstjóri var Eyþór Friðbergsson. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Kolfreyjustaður. Fjærst sést í Halaklett Fjallið Reyður framundan Innan við Halaklett er Halaklettsskarð Halaklettur...

Continue reading

Gengið á Mosfell 13.júní 2011

Mánudaginn 13. júní var gengið á Mosfell í Stöðvarfirði. Veður var ágætt en þungbúið. 8 manns mættu í gönguna. Fararstjóri var Hrafn Baldursson Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Við upphaf göngu, Súlnadalur fyrir ofan Kambanes fyrir neðan Súlur ...

Continue reading

Gönguvika 2011 - Göngu- og bátsferð á Barðsnes og Sandfell

Laugardaginn 18. júní var göngu og bátsferð á Barðsneshorn og Sandfell. Þátttakendur voru 21 talsins, þar af gengu 5 á Sandfell (Heppu). Úr þeirri ferð eru myndirnar sem hér fylgja.Ljósm: Kristinn Þorsteinsson Sandfell séð frá Mónesi Gengið í land á Barðsnesi Andy og Sævar fararstjóri Í Barðsnesgerði Gengið var upp í þokuna ...

Continue reading

Gönguvika 2011 - Sólstöðuganga á Hátún

Laugardaginn 18. júní átti að vera sólstöðuganga á Hátún í Norðfirði. Vegna þess að þoka lá utan í fjallinu var ákveðið að færa gönguna til. Gengið var á Skuggahlíðarbjarg. 17 manns tóku þátt í göngunni. Ína Gísladóttir var fararstjóri og Doddi á Skorrastað stjórnaði fjallasöng.Ljósm: Kristinn Þorsteinsson Jurtaskoðun Ína Fjallasöngur ...

Continue reading