Skip to main content

126472

Kvöldferð á Hátún 11. júlí 2009

Þokan lukti upphafsstaðinn við Oddsskarðsgöng Norðfjarðarmegin, þegar halda skyldi í kvöldferð á Hátún. Það er fjallið sem ekið er meðfram niður úr Oddsskarði og er þægilegt uppgöngu úr Geldingaskarði sem liggur milli Oddsdals og Seldals. Sjö manns voru samt mættir, héldu af stað og gengu fljótlega upp úr þokunni sem sýndi flest þau spil sem hún hefur á hendi til þess að heilla þá sem ganga á vit hennar. Hún féll að okkur mjúk og dularfull bæði á uppleið og niðurleið. Frá Geldingaskarði séð galdraði hún sólina inn í Seldal milli þess að hún sýndist sem skær lugt á himni, fjöllin spegluðust í...

Continue reading

Gönguferð frá Þórudal um Djúpadal í Stuðla

Laugardaginn 12. september var gengið frá Þórudal um Djúpadal yfir efstu drög Skógdals niður í Hjálmadal til Stuðla í Reyðarfirði. Þessi ferð var jafnframt síðasti liðurinn í ferðadagskrá félagsins 2009.Þátttakendur vour sex talsins, en veður var eins og best getur orðið.Ljósm. Kristinn Þorsteinsson F 109 22 Í Þórudal við upphaf göngu F 109 26 Hallbjarnarstaðatindur í bakgrunni F 109 27 Horft út Þórudal F 109 28 F 109 32 F...

Continue reading

Hjólaferð á Héraði

5. september var hjólaferð á Héraði. Hjólað var frá Egilsstöðum um Fellabæ og út Tungu, yfir Fljótið við Lagarfoss og til baka í Egilsstaði um Útsveit og Eiðaþinghá. Þetta reyndust vera 63 km. F 108 001 Leiðin merkt inná kort F 108 080 Þátttakendur, fyrir utan ljósmyndarann F 108 081 Dagverðargerði framundan F 108 082 Horft til baka, Rangá F 108 083 Hádegi í skóginum við Vífilsstaði F 108 085 Jón Steinar, bóndi á Hallfreðarstöðum...

Continue reading

Bagall klifinn 22. ágúst

Laugardaginn 22. ágúst var gengið á glæsitindinn Bagal (1.060 m) í Norðfirði undir fararstjórn Árna Þorgeirssonar. Það viðraði mjög vel til göngunnar sem 18 manns tóku þátt í.Ljósm. Kristinn Þorsteinsson F 107 01 Bagall F 107 02 Lagt var af stað frá Kirkjubóli F 107 03 F 107 04 F 107 05 F 107 06 Horft inn Fannardal F 107 07 Kirkjubólsgjár á vinstri hönd F 107 08 ...

Continue reading

Hallbjarnarstaðatindur klifinn 15. ágúst

Hallbjarnarstaðatindur, 1146 metra hár er milli Skriðdals og Þórudals. Best er að nálgast hann með því að fara veginn yfir Þórdalsheiði frá Reyðarfirði og uppgöngustaðurinn er þar sem vegirnir um Stafdal og Þórudal koma saman.4 mættu í gönguna, enda bauð veðrið ekki uppá útsýni, lágskýjað og lítið skyggni af tindinum en heldur birti til þegar við vorum á niðurleið og var það nefnt að snúa við og fara upp aftur.Ljósm. Kristinn Þorsteinsson. F 106 01 Í upphafi ferðar er áin Jóka farartálmi F 106 02 F 106 03 ...

Continue reading

Neistaflugsganga á Nípukoll

Laugardaginn um Neistaflugið, 1. ágúst var gengið frá Neskaupstað á Nípukoll sem er hápunkturinn á Norðfjarðarnípu milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar, 819 metrar. Þátttakendur voru 15.Ljósm. Kristinn Þorsteinsson. F 105 174 F 105 176 F 105 182 F 105 183 Rauðubjörg handan Norðfjarðarflóa F 105 185 F 105 190 F 105 191 F 105 192 Innúr Norðfjarðarflóa ganga Viðfjörður...

Continue reading

Gönguvika 2009 - Miðstrandarskarð úr Norðfirði yfir í Mjóafjörð

Þetta var lokadagur gönguvikunnar. Mjóifjörður var þar miðpunkturinn. 50 manns gengu yfir Miðstrandarskarð sem er yfir miðjum bænum í Neskaupstað og yfir í Mjóafjörð. Á sama tíma fóru um 70 með skipinu Skrúð frá Norðfirði yfir í Brekkuþorp í Mjóafirði. Þar voru veitingar, hvítvín, kræklingur, kakó og vöfflur.Ljósm. Kristinn Þorsteinsson F 104 151 F 104 152 F 104 153 F 104 154 F 104 155 Hjalti, göngugarpur úr Hafnarfirði. Kom austur til að ganga í gönguvikunni ...

Continue reading