Skip to main content

126472

Afrek

Kalli til vinstri, Örn til hægriÁ föstudaginn 4. júlí lögðu þeir félagarnir Karl Friðrik Jörgensen Jóhannsson og Örn Ómarsson upp í fjallgöngu á Fjöllin fimm í Fjarðabyggð. Þau eru talin í þeirri röð sem strákarnir fóru á þau Kistufell í botni Reyðarfjarðar (1239 m), Hádegisfjall sunnan Reyðarfjarðar (809 m), Svartafjall vestan Oddsskarðs (1021 m), Hólmatindur móti Eskifirði gengið upp frá Reyðarfirði (985 m) og að síðustu Goðaborg norðan Fannardalar í botni Norðfjarðar (1132 m). En eins og segir á heimasíðu Ferðafélags fjarðamanna þá er skemmtilegur leikur fólgin í að fara á þessi fjöll Nánar...

Continue reading

Hjólaður Fáskrúðsfjarðarhringurinn

Laugardaginn 6. september 2008 var farið í hjólaferð. Hjólað var frá gangamunna Fáskrúðsfjarðarganga, út Reyðarfjörð fyrir Vattarnes og Skriður og inn Fáskrúðsfjörð og gegnum göngin til Reyðarfjarðar. Þar með var hringnum lokað. Þetta er 64 km leið. 8 hjólreiðamenn voru í ferðinni. Sama leið var farin í fyrra en þá í hina áttina, rangsælis. F 95 01 F 95 02 F 95 03 F 95 04 F 95 05 F 95 06 F 95...

Continue reading

Leitað að steinboganum

Laugardaginn 30. ágúst 2008 var farin ferð undir yfirskriftinni „Leitað að steinboganum“, þar sem gengið var frá Eskifjarðarseli upp í Öskjubotn og þaðan á Kambfell. Komið var niður í Ljósárdal Reyðarfjarðarmegin. Veður var ekki það ákjósanlegasta, þoka og það gekk á með rigningarskúrum. Vegna þokunnar var ekki gengið að steinboganum í Teigagerðistindi, heldur haldið niður í Ljósárdal.Ljósm. Kristinn Þorsteinsson F 94 01 F 94 02 F 94 03 F 94 04 F 94 05 ...

Continue reading

Í fótspor bresku hermannanna 1942

Laugardaginn 23. ágúst 2008 var gönguferð þar sem farin var sama leið og hópur breskra hermanna fór þann 20. janúar 1942 frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Ferð Bretanna endaði hörmulega, það brast á aftaka veður og urðu 8 þeirra úti á Eskifjarðarheiði. Heimilisfólki á bænum Veturhúsum í Eskifirði tókst þó að bjarga lífi fjölmargra hermanna með því að leita þá uppi og bjarga heim í bæ við afar erfiðar aðstæður. Sjá frásögn á bls. 44 í árbók FÍ. 2005Ljósm. Kristinn Þorsteinsson og Árni Ragnarsson F 93 02 F 93 03 F...

Continue reading

Gengið Lambeyrarskarð frá Eskifirði yfir í Seldal í Norðfirði

Fórum tólf yfir Lambeyrarskarð laugardaginn 16. ágúst 2008 frá skotsvæðinu í Kolabotnum Eskifjarðarmegin og er þetta fyrsta hópferðin sem farin er með ferðafólk um Skarðið. Hæð þess 840 metrar og lega olli því að um það varð ekki umferð á fyrri tíð, nema helst sauðkinda og síðustu áratugi hreindýra. Um Skarðið er greiðfært og afskaplega fallegt útsýni úr því yfir Norðfjörð og til hafs. Leiðin lá um lindasvæði báðu megin, að sunnanverðu um vatnsból Eskfirðinga og gengið var með lindalæk Norðfjarðarmegin sem fellur í Selá innan við Þrepahrygg. Þaðan eru fjölmargir fossar og flúðir, stuðlaberg...

Continue reading

Gengið yfir Stöðvarskarð 9. ágúst 2008

Laugardaginn 9. ágúst var gengið frá Fáskrúðsfirði um Stöðvarskarð til Stöðvarfjarðar. Veður var þungbúið, þoka í fjöllum auk þess sem rigndi.Á þessu svæði er að finna bjargið Einbúa sem klofnað hefur neðan við Gráfell og Steinboga undir klettum í Álftafelli. Til stóð að ganga að steinboganum, en sökum veðurs var hætt við það. Þó fylgja með myndir af steinboganum sem teknar voru við annað tækifæri. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson. F 91 01 F 91 02 F 91 03 F 91 04 ...

Continue reading

Kistufell 19. júlí 2008

Laugardaginn 19. júlí stóð Ferðafélagið öðru sinni í sumar fyrir göngu á Kistufell. Í byrjun göngu voru þokubakkar í fjallinu sem hurfu brátt úr varð bjart og fallegt veður. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson F 90 01 F 90 02 F 90 03 F 90 04 F 90 05 F 90 06 F 90 07 F 90 08 F 90 09 F 90 10 ...

Continue reading