Skip to main content

126472

Húsbygging

Um miðjan febrúar voru  hluti húsanefndar Ferðafélags fjarðamanna og fleiri félagar að lakka panel í nýtt húsvarðarhús sem nemendur VA byggja fyrir félagið. Eins og venjulega þegar við komum saman er glatt á hjalla og verkið þaut áfram. Takk fyrir góða stund. Það stefnir í gott sumar í Vöðlavík og nýja húsið mun örugglega verða freisting fyrir fólk að taka að sér að vera viku í Vöðlavík við skálavörslu.