Nýtt skálavarðahús í Vöðlavík
Nú hefur nýtt skálavarðahús verið tekið í notkun í Vöðlavík.
Húsið er smíðað af smíðadeild Verkmenntaskóla Austurlands. Húsið var flutt í heilulagi á bíl frá Norðfirði, yfir Oddsskarð og út í Vöðlavík.
Húsið mun stórbæta aðstöðu skálavarða í Vöðlavík, í húsinu verður svefnaðstaða, eldunaraðstaða, klósett og sturta.
Við erum virkilega stolt af þessari viðbót í Vöðlavíkina og hefði þetta aldrei getað orðið að veruleika án mikillar sjálfboðavinnu félagsmanna.
Verkefnið hlaut styrk frá eftirtöldum aðilum og kunnum við þeim bestu þakkir:
Fjarðabyggð
Tanni Travel
SÚN
Síldarvinnslan
Hampiðjan
Landsbankinn
Hildibrand
...