Lög Ferđafélags Fjarđamanna Austfjörđum
        Eftir breytingar sem voru samţykktar á ađalfundi í apríl 2018

1.gr.
Félagiđ heitir Ferđafélag Fjarđamanna Austfjörđum. Heimili ţess og varnarţing er á Austurlandi. Félagiđ er deild í Ferđafélagi Íslands.

2.gr.
Félagiđ er áhugamannafélag og tilgangur ţess er ađ stuđla ađ ferđalögum á Austurlandi og annars stađar á Íslandi, og greiđa fyrir ţeim.

3.gr.
Tilgangi sínum hyggst félagiđ ná á eftirfarandi hátt:
  1. Ađ gangast fyrir ferđalögum til ţess ađ kynna mönnum náttúru landsins og sögu merkra stađa.
  2. Ađ stuđla ađ merkingu gönguleiđa í óbyggđum og byggingu brúa á ţeim.
  3. Ađ gangast fyrir byggingu og rekstri sćluhúsa.
  4. Međ útgáfu ferđa- og landlýsinga og gerđ uppdrátta og leiđarvísa.
  5. Ađ stuđla ađ góđri umgengni ferđamanna og náttúruvernd, m.a. međ samstarfi viđ umhverfis- og náttúruverndarađila.
  6. Ađ koma á og efla vinsamlegt samstarf viđ innlend og erlend ferđafélög sem starfa á svipuđum grunni.
  7. Ađ koma fram gagnvart stjórnvöldum landsins í öllum málum sem lúta ađ stefnumálum ţess.


4.gr.
Félagar geta allir orđiđ. Kjörgengi og kosningarétt hafa einungis íslenskir ríkisborgarar sem náđ hafa sextán ára aldri. Félagar innan sextán ára aldurs greiđa ekki árgjald og fá ekki árbók. Árgjald skal ákveđiđ af stjórn félagsins og er árbók félagsins innifalin í ţví.
Makar félaga og börn ađ tvítugu greiđa lćgra árgjald og er árbók ekki innifalin í ţví.
Stjórn félagsins getur valiđ heiđursfélaga vegna sérstakra starfa í ţágu félagsins og skulu ţeir vera gjaldfrjálsir.

5.gr.
Fimm félagsmenn skipa stjórn félagins, formađur, gjaldkeri, ritari og tveir međstjórnendur. Stjórn félagsins er kosin til ţriggja ára.
Fastanefndir verđa 1.Kjörnefnd 2.Ferđanefnd 3.Gönguleiđanefnd 4.Húsanefnd og eru ţćr kosnar til eins árs í senn. Jafnframt skal ađalfundur kjósa tvo endurskođendur ársreikninga.
Ţriggja manna kjörnefnd skal taka til starfa hálfum mánuđi fyrir ađalfund. Einn nefndarmanna skal kjósa á ađalfundi en hina tvo tilnefnir stjórn. Kjörnefnd skal gera tillögur um stjórn og nefndir á vegum félagsins. Hiđ fćsta ţrjá fullgilda félagsmenn utan kjörnefndar ţarf til ţess ađ bera fram menn í stjórn og nefndir félagsins.
Stjórnin skal fjalla um megindrćtti í starfsemi félagsins og gera ályktun ţar um ef ţurfa ţykir. Stjórnin skipar formenn nefnda og ákveđur tölu nefndarmanna. Skylt er ađ halda stjórnarfund ef einn stjórnarmađur krefst ţess. Stjórnarfundur er ţví ađeins gildur ađ ţrír menn sitji hann minnst.
Stjórnin skal halda félagatal. Ár hvert skal halda ađalfund. Reikningsár er almanaksáriđ. Stjórnin gerir skýrslu um starfsemi deildarinnar. Skýrslan ásamt endurskođuđum ársreikningum skal send Ferđafélagi Íslands.
Starfssviđ nefnda:
  Ferđanefnd. Skipuleggur ferđir, vinnur skrá yfir ţćr fyrir auglýsingabćkling Ferđafélags Íslands,auglýsir ferđir, verđleggur ferđir og hefur umsjón međ skráningu.
  Gönguleiđanefnd. Vinnur ađ merkingu gönguleiđa og skođun, brúargerđ o.fl.
  Húsanefnd. Gengst fyrir byggingu sćluhúsa og semur viđ landeigendur húsa sem félagiđ tekur á leigu.
Allar starfsnefndir skulu vinna í nánu samstarfi innbyrđis og viđ stjórn.

6.gr a.Stjórnin má ekki ráđstafa fasteignum félagsins nema kalla til fundar viđ sig varastjórn. Sameiginlega verđa 4/6 af stjórn og varastjórn ađ samţykkja ráđstöfunina til ţess ađ hún nái fram ađ ganga.
b.Sé um ađ rćđa sameiginleg framlög til framkvćmda međ öđrum félögum skal gerđur um ţađ samningur ţar sem eignarhluti hvors um sig er tilgreindur. Ţađ sama gildir um sameiginlegar framkvćmdir međ Ferđafélagi Íslands.Verđi félagsdeild slitiđ renna fasteignir sem deildin hefur átt međ öđrum deildum til ţeirra. Ađrar eignir renna til Ferđafélags Íslands.

7. gr. Ađalfundur og félagsfundir hafa ćđsta vald í málefnum félagsins.Reikningsár félagsins skal vera almanaksáriđ og skal ađalfundur haldinn í aprílmánuđi ár hvert.

Dagskrá ađalfundar skal vera eins og hér segir:

  1. Skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liđnu ári
  2. Gjaldkeri leggur fram endurskođađa reikninga
  3. Lagabreytingar
  4. Kosin stjórn samkvćmt 5.grein félagslaganna
  5. Kosiđ í fastanefndir samkvćmt 5. grein félagslaganna
  6. Tilnefndur mađur í kjörnefnd samkvćmt 5. grein félagslaganna
  7. Kosnir 2 endurskođendur samkvćmt 5. grein félagslaganna
  8. Önnur mál
Ađalfundur skal auglýstur vel á félagssvćđinu og bréflega til allra félaga.
Atkvćđisrétt og kjörgengi hafa ţeir einir sem:
  1. Greitt hafa félagsgjald fyrir nćstliđiđ ár
  2. Gengiđ hafa í félagiđ nćstu áramót á undan ađalfundi
Enginn getur faliđ öđrum ađ fara međ atkvćđi sitt á ađalfundi eđa félagsfundi.

Til félagsfundar getur stjórn bođađ ţegar henni ţykir ástćđa til. Einnig skal haldinn félagsfundur ef fleiri en 20 félagar ćskja ţess skriflega. Félagsfundi skal auglýsa rćkilega.

Tillögur um lagabreytingar skal leggja fyrir ađalfund og skal ţeim lýst í fundarbođi. Á ađalfundi og félagsfundum rćđur einfaldur meirihluti úrslitum mála. Eigi má ţó slíta félaginu nema ţađ hafi veriđ samţykkt á tveimur lögmćtum fundum međ minnst mánađar millibili og hafi fundarefnis veriđ getiđ í fundarbođun. Sérákvćđi gildir um lagabreytingar.

8.gr.
Til lagabreytinga ţarf samţykki 2/3 gildra atkvćđa á ađalfundi. Ţó má ekki breyta ákvćđum 2. greinar laganna og b liđs 6 greinar.