Tveir sendu inn rétt svar við þessari mynd, Ingi Lár Vilbergsson og Gróa Jóhannsdóttir.
Myndin er tekin innarlega í Norðurdal í Breiðdal, sunnan ár, stutt fyrir utan þar sem komið er niður á slétt land af Stafsheiði. Sér til bæjanna Þorvaldsstaða og Tungufells. Þar fyrir ofan sést Geldingsmúli (Hlíðarendamúli), og yfir hann sér í Vaðhorn. Þar sem Geldingmúlinn hækkar svo fyrir innan Þorvaldsstaði heitir Þórisfjall.
Myndina tók Jóhann Guðmundsson

Loka glugganum