Myndina tók Helga Ragnarsdóttir. Hún segir um hana: Myndin er tekin til vesturs af sunnanverđri ökuleiđinni međfram Lakagígum ađ tjaldsvćđi Skaftárhrepps í Blágiljum. Ţarna eru Uxatindar mest áberandi en líka ćttu ađ sjást Gjátindur og Grettir. Sveinstindur er aftur á móti fyrir utan myndina hćgra megin. Vatnsfalliđ nćr heitir Grjótá en fjćr er Skaftá.

Ađ venju komu svör frá Jóhanni Guđmundssyni og Jóhönnu Guđmundsdóttur. Svör ţeirra voru auđvitađ rétt, ţó nefndi Jóhanna Sveinstind ţannig ađ Stefnir Gíslason, sem á heima bćđi í Skaftártungunum og Eskifirđi og er ţarna á heimavelli var spurđur um bratta fjalliđ hćgra megin viđ miđja mynd:
Sveinstindur er ţađ ekki heldur eru ţetta Uxatindar 864 metrar ef ég man rétt. Undir ţeim er fariđ t.d. ţegar genginn er svokallađur Strútsstígur. Ţá er gengiđ frá kofanum í Sveinstindi sem er í raun undir svokölluđum Litla Svein og fram međ Skaftá undir Uxatindum fram međ Skćlingabrún sem er landiđ sem kemur í framhaldi af tindunum og í miđri mynd. Ţađ land er kallađ Innstubotnar. Ţetta endar svo í Stóra Gili ţar sem Skćlingakofinn er stađsettur og myndi held ég sjást ef ég gćti stćkkađ myndina. Ţađ er stóra giliđ međ stóra kjaftinum sem gengur alveg frá ánni og upp í brún. Gjátindurinn er svo upp af ţví en ber lítiđ viđ himinn en ţó ađeins rétt viđ hraungíginn sem myndin er tekin viđ. Svo eru náttúrulega fjöllin í baksýn annar kapituli líka. Myndin er tekin í og yfir hluta af Úlfarsdalnum myndi ég halda. En ţetta er nú bara svona gisk út í loftiđ :)

Loka glugganum