Skip to main content

126472

Ferðaáætlun 2024

Allar ferðir eiga sinn viðburð á facebook þar sem settar verða inn nánari upplýsingar og tilkynningar ef ferð fellur niður af einhverjum orsökum.

Hátíðarganga út í Páskahelli í Norðfirði

31. mars, Páskadagur

1skor1skor

Fararstjórn: Laufey Þóra Sveinsdóttir/Sigurborg Hákonardóttir.

Mæting kl. 6 við Norðfjarðarvita á Bakkabökkum.

Mun sólin dansa þessa páska ? Upprifjun á sögnum.

Facebook viðburður

Fuglatalning og fuglaskoðun á leirum Reyðarfjarðar og Norðfjarðar

11. maí, laugardagur

1skor

Mæting kl. 09:30 við Leiruna í Norðfirði og kl. 10:30 við Andapollinn á Reyðarfirði.

Fuglaskoðunin er undir stjórn Náttúrustofu Austurlands. Sérfræðingar stjórna talningu og koma með „fuglaskóp“ fyrir þátttakendur.

 Facebook viðburður

Bæjarrölt á Norðfirði

25. maí, laugardagur

1skor
Fararstjórn: Smári Geirsson, sími 864-4934.

Mæting kl. 11 við minningarreitinn á Urðarteig.

Í “bæjarrölti” er blandað saman fróðleik, léttri göngu og skemmtun.

 Facebook viðburður

Karlsskáli út undir Snæfugl

8. júní, laugardagur

1skor1skor

Fararstjórn: Kristinn Þorsteinsson, sími 864-7694.

Mæting kl. 10 við afleggjarann að Vöðlavík í Reyðarfirði.  

Gengið frá Karlsskála út með brúnum undir Karlsskáladal og upp undir Snæfugl þar sem gefur að líta fagurt útsýni út á Sauðatind og Valahjalla.

Facebook viðburður

 

Kvennaganga á Hólmanes

19. júní, miðvikudagur

1skor
Fararstjórn: Hrönn Grímsdóttir og Kamma Dögg Gísladóttir, sími 847-1690.
Mæting kl 17 á bílastæði við útsýnisstaðinn á Hólmahálsi. Þaðan verður gengið út á Hólmanesið þar sem Hrönn mun leiða jóga á leiðinni. 

Facebook viðburður

Göngu- og gleðivikan “Á fætur í Fjarðabyggð”

22. júní - 29. júní

Nánari dagskrá auglýst síðar.

Facebook viðburður

Miðnæturganga á Skúmhött í Vöðlavík

5. júlí, föstudagur (6. júlí til vara)

1skor1skor1skor

Fararstjóri: Kamma Dögg Gísladóttir, sími 847-1690.

Mæting kl 20 við Vöðla í Vöðlavík. Gengið frá Vöðlum upp í Tregadal og þaðan á Skúmhött 881 m. Einnig er hægt að gista í skála ferðafélagsins eða tjalda að Karlsstöðum að gönguferð lokinni. Bóka skal gistingu á heimasíðu Ferðafélags Fjarðamanna www.ferdafelag.is eða ffau.simnet.is.

Facebook viðburður

Fjallahjólaferð á Barðsnes

6. júlí, laugardagur (7. júlí til vara)

hjól2hjól2hjól2

Fararstjórn: Guðrún Ásgeirsdóttir og Þorgerður Malmquist, sími 895-1743.

Mæting kl. 10 við afleggjarann að Vöðlavík í Reyðarfirði. Hjólað verður eftir jeppavegi út í Viðfjörð og eftir slóða út á Barðsnes.

Skráning skal fara fram fyrir kl. 12 þann 5. júlí hjá Þorgerði This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma: 895-1743.

Facebook viðburður

Sumarleyfisferð á Gerpissvæðið

14.-19. júlí. 5 dagar

1skor1skor1skor

Fararstjórn: Sævar Guðjónsson svæðisleiðsögumaður á Mjóeyri, sími 6986980.

Gengið um Gerpissvæðið sem er á milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar, áhugaverðir staðir skoðaðir (sjá nánari upplýsingar um ferðina á facebook-viðburði).

Verð: 150.000.- kr á mann. Lámarksfjöldi í ferðina er 12 manns og hámarksfjöldi 30 manns.

Innifalið í verði: Allur matur í ferðinni, kokkur, trúss, leiðsögn og svefnpokagisting alla dagana. Bátsferð með fólk til og frá Barðsnesi. Morgunmatur heimferðardaginn ekki innifalinn.

Skráning skal fara fram hjá Sævari í síma 698-6980 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Facebook viðburður

Neistaflugsganga - Nípukollur

3. ágúst, laugardagur

1skor1skor1skor
Fararstjórn: Daði Benediktsson, sími 665-6062. 

Mæting kl. 10 við Norðfjarðarvita á Bakkabökkum.

Fjallganga í tengslum við Neistaflug.

Facebook viðburður

Mjóafjarðarheiði-Fönn-Norðfjörður

10. ágúst, laugardagur

1skor1skor1skor

Ferð í samvinnu við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs.

Fararstjórn: Stefán Kristmannsson og Kristinn Þorsteinsson, sími 864-7694.

Tveir valkostir eru í boði. Annarsvegar gengið frá  Mjóafjarðarheiði upp á Fönn og til baka. Hins vegar gengið áfram frá Fönn eftir eggjum milli Mjóafjarðar og Fannardals út á Goðaborg. Þaðan er gengið niður í Fannardal.

Þeir sem ætla upp á Fönn og til baka: Brottför kl. 9 frá Tjarnarási 8  eða mæting kl. 10 á Mjóafjarðarheiði. Þeir sem ætla að ganga til Norðfjarðar: Mæting kl. 8:30 við vatnsbólin á Tandrastöðum í Norðfirði og sameinast í bíla.

Þátttökugjald 3000. Skráning á ferdaf.is

Facebook viðburður

Kollaleirutindur  831 m

17. ágúst, laugardagur

1skor1skor1skor

Fararstjórn: Þóroddur Helgason, sími 860-8331.

Mæting kl. 10:00 við bæinn Seljateig í Reyðarfirði. Þaðan er gengið á fjallið.

Facebook viðburður

Fjallahjólaferð frá Öxi niður í Fossárdal

24. ágúst, laugardagur

hjól2hjól2hjól2hjól2

Fararstjórn: auglýst síðar.

Mæting kl 10 á malarplani ca. 500 m norðan við veðurathugunarstöðina á Öxi (Egilsstaðamegin). Hjólað er eftir slóða/jeppavegi yfir í Fossárdal, ca. 35-40 km.

Einungis verður farið ef veður er gott. Nánari upplýsingar verða settar inn á facebook síðu Ferðafélags Fjarðamanna.

Ferðin er fyrir vana hjólamenn og nauðsynlegt er að hafa með sér reiðhjóla varahluti.

Innifalið: leiðsögn, grillveisla í Fossárdal og skutl að sækja bíla að hjólaferð lokinni. Skráning skal fara fram fyrir kl. 12 þann 22. ágúst hjá hjá Þorgerði This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma: 895-1743.

Ath. að fólk er á eigin ábyrgð.

Verð 4.000 kr.

Facebook viðburður

Barna- og fjölskylduferð frá Víkurheiði og niður í Vöðlavík

31. ágúst, laugardagur (1. sept. til vara)

1skor

Fararstjórn: Kamma Dögg Gísladóttir, sími 847-1690.

Mæting kl 11 á Víkurheiði á leiðinni til Vöðlavíkur. Þaðan er gengið niður að Víkurvatni og niður að Karlsstöðum í Vöðlavík, eftir gömlu hestaleiðinni. Að lokinni gönguferð er grillað á Karlsstöðum í boði Ferðafélagsins.

Skráning skal fara fram fyrir kl. 12 þann 29. ágúst hjá Kömmu í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma: 847-1690.

Facebook viðburður

Launárdalur – Kistufell – Skriðdalur

7. september, laugardagur (8. sept. til vara)

1skor1skor1skor-1skor

Ferð í samvinnu við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs.

Fararstjórn: Kristinn Þorsteinsson, sími 864-7694.

Mæting kl.  9 við upphaf gönguleiðar á Hött utan við Gilsárbrú í Skriðdal og sameinast í bíla. Gengið frá kofanum á Fagradal upp Launárdal um Sauðahlíðaaur á Kistufell nyrsta hnjúk (1231 m) .  Þaðan er gengið niður í Hjálpleysu og út að þjóðvegi í Skriðdal. Vegalengd u.þ.b. 19 km.  

Skráning fyrir kl. 12 þann 6. september á heimasíðu ferdaf.is eða í síma 864-7694 / tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Facebook viðburður

Tungufell 1067 m

14. september, laugardagur

1skor1skor1skor

Fararstjórn: Stefán Viðar Þórisson, sími 895-9949.

Mæting kl 10 við gönguleiðina yfir Eskifjarðarheiði í Eyvindardal. Gengið upp Tungudal og þaðan á fjallið.

Facebook viðburður