
Hátíðarganga út í Páskahelli í Norðfirði
9. apríl, Páskadagur
Fararstjórn: Laufey Þóra Sveinsdóttir/Sigurborg Hákonardóttir.
Mæting kl. 6 við Norðfjarðarvita á Bakkabökkum.
Mun sólin dansa þessa páska ? Upprifjun á sögnum.

Fuglatalning og fuglaskoðun á leirum Reyðarfjarðar og Norðfjarðar
29. apríl, laugardagur
Mæting kl. 15 við Leiruna í Norðfirði og kl. 16 við Andapollinn á Reyðarfirði.
Fuglaskoðunin er undir stjórn Náttúrustofu Austurlands. Sérfræðingar stjórna talningu og koma með „fuglaskóp“ fyrir þátttakendur.

Vattarnesfjall í Reyðarfirði
13. maí, laugardagur
Fararstjórn: Kristinn Þorsteinsson, sími 864-7694
Mæting kl. 10 við Skarðsá mitt á milli Kolmúla og Vattarness. Gengið um Langahjalla út á Vattarnesfjall og berggangar undir Halakletti skoðaðir.

Bæjarrölt á Fáskrúðsfirði
20. maí, laugardagur
Fararstjórn: Berglind Agnarsdóttir.
Mæting kl. 11 við franska safnið.
Í “bæjarrölti” er blandað saman fróðleik, léttri göngu og skemmtun.

Kvennaganga - Höllusteinn og Blóðbrekkur
19. júní, mánudagur
Fararstjórn: Ína Dagbjört Gísladóttir / Kamma Dögg Gísladóttir, sími 847-1690
Mæting kl 17 við brúna í Seldal og sameinast þar í bíla.
Gangan er fyrir konur í tilefni kvennréttindadagsins 19. júní.

Göngu- og gleðivikan “Á fætur í Fjarðabyggð”
24. júní - 1. júlí
Áhersla er lögð á fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, s.s. fjölskyldugöngur, sögugöngur og göngur fyrir alvöru fjallagarpa og á kvöldin er brugðið á leik með kvöldvökum og sjóræningjapartíum.
Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri.
Nánari dagskrá er auglýst síðar.

Sumarleyfisferð um Gerpissvæðið
9.-13. júlí. 5 dagar
Fararstjórn: Sævar Guðjónsson svæðisleiðsögumaður á Mjóeyri.
Gengið um Gerpissvæðið sem er á milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar, áhugaverðir staðir skoðaðir. Trússferð og gist í svefnpokaplássi í 4 nætur. Veisla og lokakvöldvaka Randúlfs-sjóhúsi. Lágmarksfjöldi 12 manns og hámark 35 manns.
10-15 manns - verð kr. 120.000 (110.000 fyrir félagsmenn).
15-25 manns – verð kr. 110.000 (100.000 fyrir félagsmenn).
25-35 manns – verð kr. 100.000 (90.000 fyrir félagsmenn).
Innifalið: Allur matur, kokkur, trúss, leiðsögn, gisting og bátsferð.
Nánari lýsing á ferðinni: www.mjoeyri.is.
Panta þarf í þessa ferð hjá

Fjallahjólaferð til Vöðlavíkur
15. júlí, laugardagur
Fararstjórn: Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 867-7465
Mæting kl. 10 við afleggjarann að Vöðlavík í Reyðarfirði. Hjólað verður eftir jeppavegi út í Vöðlavík, grillað verður á Karlsstöðum og hjólað svo til baka.
Skráning skal fara fram fyrir kl. 12 þann 13. júlí hjá
Verð 4.000 kr.

Stuðlaheiði
22. júlí, laugardagur (23. júlí til vara)
Fararstjórn: Kristinn Þorsteinsson, sími 864-7694.
Mæting kl. 9 við Stuðla í Reyðarfirði og sameinast þar í bíla, síðan er ekið í gegnum göngin að Dölum í Fáskrúðsfirði, þaðan sem lagt er á fjallið. Ferð í félagi við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs. Skráning á heimasíðu www.ferdaf.is
Verð 3.000 kr.

Vaðhorn
29. júlí, laugardagur
Fararstjórn: Kristinn Þorsteinsson, sími 864-7694.
Mæting kl. 10 við bæinn Tungu í Fáskrúðsfirði. Gengið er upp Tungudal og þaðan á tindinn.

Neistaflugsganga
5. ágúst, laugardagur
Fararstjórn: Benedikt Sigurjónsson.
Mæting kl. 10 við Grænanes.
Fjölskylduganga í tengslum við Neistaflug, fjölskylduhátíðina. Gengið út á Hellisfjarðarmúla með viðkomu á Lolla.

Fjallahjólaferð frá Öxi niður í Fossárdal
26. ágúst, laugardagur (ath breytt dagsetning)
Fararstjórn: Hafliði Sævarsson, bóndi í Fossárdal og Guðrún Ásgeirsdóttir.
Mæting kl 10 á malarplani ca. 500 m norðan við veðurathugunarstöðina á Öxi (Egilsstaðamegin). Hjólað eftir slóða/jeppavegi yfir í Fossárdal, ca. 35-40 km. Ath að fjallahjólin þurfa að vera á breiðum dekkjum. Sjá nánari lýsingu af leiðinni inn á facebook síðu Ferðafélags Fjarðamanna.
Innifalið: leiðsögn, grillveisla í Fossárdal og skutl að sækja bíla að hjólaferð lokinni. Skráning skal fara fram fyrir kl. 12 þann 24. ágúst hjá
Verð 4.500 kr.

Staðarfjall og nágrenni Borgarfjarðar eystri
26. ágúst, laugardagur (27. ágúst til vara)
Fararstjórn: Bryndís Skúladóttir.
Mæting kl. 9 að Tjarnarási 8, Egilsstöðum og sameinast þar í bíla.
Ferð í félagi við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs. Gengið á fjallið og um nágrenni þess undir leiðsögn. Nánari upplýsingar í bókinni 101 Austurland – Toppar og Tindar.
Skráning á heimasíðu www.ferdaf.is
Verð: 3.000 kr.

Skagafell
3. september, sunnudagur
(
)
Fararstjórn: Þóroddur Helgason, sími 860-8331.
Mæting kl. 9:30 við bæinn Seljateig í Reyðarfirði og sameinast þar í bíla. Gengið upp Skagafellsháls á mótum Eyvindardals og Fagradals á fjallið og eftir því endilöngu til Reyðarfjarðar um 19 km.
Gangan er krefjandi og ekki fyrir lofthrædda.

Barna- og fjölskylduferð í Ímadal í Vöðlavík
3. september, sunnudagur
Fararstjórn: Kamma Dögg Gísladóttir, sími 847-1690.
Mæting kl 11 við Ímakot(Ímastaðir) í Vöðlavík. Þaðan er gengið upp í Ímadal og á leiðinni fáum við að kynnast tröllkonunni Ímu.