Ferðaáætlun 2025
Allar ferðir eiga sinn viðburð á facebook þar sem settar verða inn nánari upplýsingar og tilkynningar ef ferð fellur niður af einhverjum orsökum.
Einnig verða í boði svokallaðar "Stökktu af stað" ferðir sem auglýstar verða bara á facebook síðu félagsins með stuttum fyrirvara. Endilega fylgist vel með okkur þar !
Hátíðarganga út í Páskahelli í Norðfirði
20. apríl, Páskadagur
Fararstjórn: Laufey Þóra Sveinsdóttir, sími 863-3623 / Sigurborg Hákonardóttir, sími 893-1583 .
Mæting kl. 6 við Norðfjarðarvita á Bakkabökkum.
Mun sólin dansa þessa páska ? Upprifjun á sögnum.
Fuglatalning og fuglaskoðun á leirum Reyðarfjarðar og Norðfjarðar
3. maí, laugardagur
Mæting kl. 11:30 við Leiruna í Norðfirði og kl. 12:30 við Andapollinn á Reyðarfirði.
Fuglaskoðunin er undir stjórn Náttúrustofu Austurlands. Sérfræðingar stjórna talningu og koma með „fuglaskóp“ fyrir þátttakendur.
Bæjarrölt á Reyðarfirði
17. maí, laugardagur
Fararstjórn: Þóroddur Helgason, sími 860-8331.
Mæting kl. 11 við Molann.
Í “bæjarrölti” er blandað saman fróðleik, léttri göngu og skemmtun.
Að lokinni gönguferð er boðið upp á súpu og brauð í Sesam bakaríi í boði Ferðafélagsins.
Valahjalli
24. maí, laugardagur
Fararstjórn: Kristinn Þorsteinsson, sími 864-7694.
Mæting kl. 10 við afleggjarann til Vöðlavíkur. Gengið frá Karlsskála í Reyðarfirði á Valahjalla.
Kvennaganga upp með Eyrará í Reyðarfirði
19. júní, fimmtudagur
Fararstjórn: Kamma Dögg Gísladóttir, sími 847-1690.
Mæting kl 17 utan við Eyrará. Gengið er upp með Eyrará sem segja má að sé falin perla í Reyðarfirði með fallegum fossum og flottum bergmyndunum.
Göngu- og gleðivikan “Á fætur í Fjarðabyggð”
Miðnæturganga á Skúmhött í Vöðlavík
4. júlí, föstudagur (5. júlí til vara)
Fararstjóri: Kamma Dögg Gísladóttir, sími 847-1690.
Mæting kl 20 við Vöðla í Vöðlavík. Gengið frá Vöðlum upp í Tregadal og þaðan á Skúmhött 881 m. Einnig er hægt að gista í skála ferðafélagsins eða tjalda að Karlsstöðum að gönguferð lokinni. Bóka skal gistingu á heimasíðu Ferðafélags Fjarðamanna www.ferdafelag.is eða ffau.simnet.is.
Einstakafjall
19. júlí, laugardagur (20. júlí til vara)
Farastjórn: Stefán Kristmannsson, sími 847-3139
Brottför kl 09:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8. Einnig hægt að mæla sér mót við Mjóeyri á Eskifirði kl 9:30 og sameinast í bíla.
Ekið að Dys milli Vöðlavíkur og Viðfjarðar og gengið þaðan á Einstakafjall.
U.þ.b. 10 km og 400 m hækkun.
Verð 1.000 kr.
Neistaflugsganga - Nípukollur
2. ágúst, laugardagur
Fararstjórn: Daði Benediktsson, sími 665-6062.
Mæting kl. 10 við Norðfjarðarvita á Bakkabökkum.
Fjallganga í tengslum við Neistaflug.
Blágil í Breiðdal
16. ágúst, laugardagur (17.ágúst til vara)
Fararstjórn: Katrín Reynisdóttir
Brottför kl 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8. Blágil er falin perla í suðurhluta Breiðdals á Austurlandi, í fornu tignarlegu eldfjalli. Þar hefur mikill hiti umbreytt berginu svo mikið að basaltið og andesítið er orðið fölgrænt og því erfitt að greina þau frá líparítinu.
Gengið um svæðið og Blágilsgljúfur skoðað.
9 km og u.þ.b. 400 m hækkun.
Rafmagnsfjallahjólaferð yfir Staðaskarð og til baka um Vattarnesskriður
23. ágúst, laugardagur (24. ágúst til vara)
Fararstjórn: Jóhann Gunnsteinn Harðarson, sími 694-6419
Mæting kl 10 við Kolmúla í Reyðarfirði. Þaðan verður hjólað um gamla þjóðveginn yfir Staðarskarð og að Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði og síðan til baka um Vattarnesskriður.
Álftafell í Stöðvarfirði
30. ágúst, laugardagur
Farastjórn: Stefán Viðar Þórisson, sími 895-9949 / Kristinn Þorsteinsson, sími 864-7694.
Mæting kl.10 við Stöð í Stöðvarfirði. Gengið inn Jafnadal og upp í Lakaskarð. Þaðan er gengið fyrir fjallið og upp á það Stöðvardals megin.
Barna- og fjölskylduferð frá Dys og niður í Vöðlavík
30. ágúst, laugardagur (31. ágúst til vara)
Fararstjórn: Kamma Dögg Gísladóttir, sími 847-1690.
Mæting kl 11 við Dys á milli Vöðlavíkur og Viðfjarðar.
Þaðan er gengið niður í Dysjardal og niður að Karlsstöðum í Vöðlavík. Gengið er niður á móti allan tímann.
Að lokinni gönguferð er grillað á Karlsstöðum í boði Ferðafélagsins. Krakkar eru hvattir til að koma með stein að heiman til að kasta í Dysina.
Skráning skal fara fram fyrir kl. 12 þann 29. ágúst hjá Kömmu í tölvupósti
Eyrartindur og Gráfell til Stöðvarfjarðar
6. september, laugardagur
Fararstjórn: Kristinn Þorsteinsson, sími 864-7694.
Mæting kl. 9:30 við bæinn Stöð í Stöðvarfirði og sameinast í bíla. Gengið frá endurvarpsstöðinni í sunnanverðum Fáskrúðsfirði á Eyrartind og þaðan meðfram Ketti á Gráfell og niður að Einbúa í Jafnadal. Frá Einbúa er gengið út að Stöð.
Skráning skal fara fram fyrir kl 12 þann 5. september hjá Kidda í tölvupósti
Tungufell 1067 m
13. september, laugardagur(14. sept til vara)
Fararstjórn: Stefán Viðar Þórisson, sími 895-9949/ Kristinn Þorsteinsson, sími 864-7694.
Mæting kl 10 við gönguleiðina yfir Eskifjarðarheiði í Eyvindarárdal. Gengið upp Tungudal og þaðan á fjallið.