Skip to main content

126472

Laugardaginn 13 ág. s.l var hjólaferðin okkar farin.
Hjólað var frá Öxi niður í Fossárdal, samtals 42.5 km.
Tókum aukalykkju á leiðina og hjóluðum út á svokallaðar Bótabrúnir en þaðan sést vel í Hamarsdalinn og yfir á Þrándarjökul.
Veðrið var að mestu skínandi gott en seinnipartinn læddust skýin inn og smá gola með.
Þátttakendur voru þrettán og þar af voru þrír á aldrinum 10-13 ára !!  Fólk var bæði á venjulegum fjallahjólum og rafmagnsfjallahjólum.
Þessi hjólaleið er krefjandi og á stöku stað erfið (niður brattar brekkur ) og við fórum svo yfir Fossánna tvisvar án erfiðleika.
Hafliði Sævarsson og Jón Magnús Eyþórsson báðir frá Fossárdal voru fararstjórar en þeir þekkja þetta svæði mjög vel, einnig var Snjólaug Eyrún
frá Lindarbrekku með og var með fróðleik um fólk og gömul býli.  Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Ferðin hófst kl. 10:30 og lauk í Fossárdal kl. 18:30, þar var svo grillveisla og allir glaðir eftir magnaðan dag.
Takk,  öll sem tókuð þátt :)

Myndir: Kristinn Þorsteinsson

Hjólaferðin hófst á Öxi á vegslóðanum sem liggur að  Ódáðavötnum

Fyrstu brekkurnar voru talsvert brattar

Útsýni til Berufjarðar

Hópurinn saman kominn

Sprungið

Best að taka ána með áhlaupi

Nei annars, gekk ekki

Skynsamlegast að vaða

 Líkárvatn í baksýn

Horft yfir Líkárvötn

Komið út á brúnir ofan Hamarsdals

Sprungið

Hamarsdalur

Hamarsdalur

Farið að halla niður í Víðidal

Brekkurnar niður í Víðidal eru margar hverjar brattar

Smalakofi í Víðidal

Skrifað í gestabókina

Haldið niður Víðidal

Fossar í Fossárdal

Kíkt á fossa

Tóftir bæjarins í Víðinesi

Komið í hlað á bænum Fossárdal

Teygt í lok ferðar

Ferðinni lauk með grillveislu