Skip to main content

126472

Laugardaginn 23. maí var bæjarrölt á Eskifirði þar sem Þóhallur Þorvaldsson sagði sögur af húsum og fólki sem þeim tengjast.

Ljósm: Kristinn Þorsteinsson

Gangan hófst við Gömlubúð, húsi Sjóminjasafns Austurlands

Við Jensenshús, elsta húsið á Eskifirði

Þórhallur Þorvalsson lengst til hægri á myndinni

Gamla frystihúsið í baksýn og frystiklefinn sem freska eftir Baltasar Samper hangir utan á

Akkerið á myndinni kemur frá hvalstöðinni á Svínaskála, en það var notað sem festing þegar hvalirnir voru dregnir á land

Fyrir framan húsið sem áður var pósthús Eskifjarðar, fjær sést í grunnskólabygginguna

Gengið að gamla barnaskólanum sem verið er að gera upp

Fyrir neðan er húsið sem hýsti netaverkstæði Jóhanns Clausen á síldarárunum og gekk undir nafninu Bergen. Búið er að innrétta íbúðir í húsinu

Fyrir framan Laufás. Áður fyrr var verslun á neðstu hæðinni

Fyrir ofan er stöðvarhús Ljósárvirkjunar sem tekið var í notkun árið 1911

Á Hlíðarenda. Húsið Brú í baksýn

Á Hlíðarenda. Húsið Brú í baksýn

Í húsinu fyrir ofan sem nýlega er búið að gera upp bjó áður Thor Clausen