Laugardaginn 8. júlí var gengið eftir gamla veginum yfir Fagradal, frá Neðstubrú og vel uppfyrir Kofa. Sá vegur var aflagður um 1963 þegar nýr að vestanverðu var tilbúinn. Leiðsögumaður í ferðinni var Einar Þorvarðarson.
Bílnúmerið U1 hefur lifað tímana tvenna í vegamálum
Við Neðstubrú er minningarskjöldur um Vilhjálm Sigurbjörnsson forstjóra Brúnáss sem lést þar í bílslysi 1975.
Komið á gamla veginn
Farið austur yfir Fagradalsá. Þarna hefur verið tekin af slæm beygja, sem hefur kostað nýja brú sem hefur þó enst skemur en sú eldri. Veit einhver hvað þessi brú var kölluð ?
Hér sést vel beygjan sem tekin var af
Hlauphjallalækur (Neðri Launá). Blasir við vestan megin í Dalnum
Þrílækir
Þrílækir
Nálgumst vatnaskilin
Flest grjótræsin hafa staðist tímans tönn
Þarna kom upp ágreiningur um í hvora áttina vatnið rynni
Gömul efnistaka, ofan við veginn
Áfram skal haldið
Steinræsi
Kofinn og danskur verktaki að klæða veginn
Enn eitt steinræsi
Sennilega löngu yfirgefinn snjósleði
Kofinn, Launárdalur fyrir ofan
Hér er brúin á ánni gegnt Launá. Lýst er eftir nafni árinnar. En brúin var kölluð Efstabrú
Sama brú hinum megin frá
Hér er fallin brú á Fagradalsá
Brúin var kölluð Skakkabrúin vegna þess að hún kemur svo skakkt á ána
Að ferðalokum
Þórir Stefánsson sýnir myndir af svaðilförum fyrri tíma