17.9.2016
Vetrarklárt í Vöðlavík í skála Ferðafélags Fjarðamanna á Karlsstöðum
- Gaman að brasa í góðra vina hópi -
Aðalhlutverk mitt er að næra þá sem leggja félaginu lið með vinnu sinni. Vona að ég standi þar undir nafni, alltaf eitthvað gott að borða.
Næsta vor þarf að mála þakið, klæða geymsluhúsið og slípa borðin. Mikið væri vænt ef áhugasamir gæfu sig fram ( félagar eða áhugamenn) og hjálpuðu til að halda því við. Vinnuferð að vori eða hausti verður ávallt að stjórnast af tíðinni og færð niðureftir þannig að ekki er hægt að ákveða daginn með löngum fyrirvara, en yfirleitt uppúr 10. júní á vorin og um miðjan september á hausti….Ég lofa að elda eitthvað gott!
Ína Dagbjört Gísladóttir
Ljósm. Ína Dagbjört Gísladóttir
Flottir eldiviðarkassar á hjólum bíða gesta næsta árs. Upp er kominn neyðarsími (tetra) en símasamband er ekkert við Karlsstaði. Leiðbeiningar um notkum á vegg
Falleg varða á brún í tungunni milli Þverár og Kirkjubólsár, eins og minnismerki um veglausa tíð
Andað á milli rétta
Lulla og Jóa að skrúfa hlerana fyrir gluggana
Neyðarhjálparkassi og börur frá Rauða krossinum sem eru til taks ef einhverjir þurfa þess með, enda skálinn opinn til notkunar sem neyðarskýli ef með þarf
Alls konar upplýsandi textar á veggnum við hliðina á gashellunum
Inn af borðstofu er 10 manna herbergi, hillur í hornum fyrir gleraugu, lyf ofl, bríkur á kojum, stigar og snagar
Þessi mynd var sérstaklega tekinn af rjómaþeytaranum frá Kúlusúkk sem teljast má frekar langsóttur
Vetrarklár skálinn
Beðið eftir að gólfin þorni, spjall og afslöppun á pallinum
Bakatil geymsluhús, nær skálavarðarhúsið og skálinn á Karlsstöðum
Uppvask
Gerið svo vel!
Kótelettur, brúnaðar kartöflur og súkkulaðikaka frá formanninum. Rjómaþeytarinn er frá Kulusukk á Grænlandi, svo þið vitið það, keyptur þar í kaupfélaginu
Húsið kvatt eftir vel unnið verk
Smiðurinn Haraldur sæir sér verkfæri og Lulla og Jóa Gísla búast til að skrúfa hlera fyrir glugga
Allt komið á full með að laga og í kjölfarið að festa niður geymsluhúsið svo það fjúki ekki
Kirkjubólsá í Vöðlavík, séð úr hlíðinni af veginum, falleg liðast hún að ósnum við Kirkjuból. Eyrarnar er að þekjast af lúpínu, fegurri var hún með bleikri eyrarrósinni
Hér skiptu myndasmiðurinn og formaðurinn um stöðu til þess að eldhúsmaddaman fengi að vera með á mynd