Sunnudaginn 21. ágúst var sameiginleg ferð Ferðafélags Fjarðamanna og Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á Dyrfjallatind undir leiðsögn Hafþórs Snjólfs Helgasonar. Þoka var á fjallinu og því ekkert útsýni. Ljósmyndari myndanna sem hér fylgja gekk á Dyrfjallatind fyrir mörgum árum og eru nokkrar myndir úr þeirri ferð til að sýna það sem leyndist í þokunni.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Gangan hófst við réttina á Bakkablá
Staðarfjall í baksýn
Gengið var inn á stikaða leið sem liggur upp í Urðardalsvarp
Horft upp í Urðardalsvarp. Dyrfjallatindur teygir sig upp í þokuna
Komið upp á ás sem liggur að Dyrfjallatindi. Urðardalsvarp í baksýn
Gangan á tindinn hafin
Komið inn á rák sem liggur upp fjallið
Snjólfur heldur á gestabók sem hann kom fyrir á fjallinu
Gengið upp úr rákinni á tindinn
Komið á toppinn
Á enda fjallsins þar sem gestabókinni var komið fyrir
Ljósmyndarann langaði að vera með á einni mynd
Haldið niður af fjallinu
Leiðin til baka lá yfir Jökulsárufs
Í lokin var gítarinn dreginn fram og tekið lag
Eldri mynd: Á myndinni má greina rákina sem liggur upp Dyrfjallatind
Eldri mynd: Á þeim stað þaðan sem gengið var upp rákina
Eldri mynd: Eggin sem sem er á milli Dyrfjallatinds og Ytra-Dyrfjalls
Eldri mynd: Horft eftir egginni sem liggur að Ytra-Dyrfjalli
Eldri mynd: Endinn á Dyrfjallatindi þar sem gestabókin er
Eldri mynd: Ytra-Dyrfjall
Eldri mynd: Horft yfir Dyrnar á Dyrfjöllum
Eldri mynd: Borgarfjörður eystri