Laugardaginn 8. ágúst var gengið á Brúðardalsfjall. Þetta fjall blasið við frá Reyðarfirði, uppaf botni Áreyjadals. Það er tæplega 900 m hátt en ferðalangar fóru akandi uppá Þórdalsheiði, þar sem hún er hæst, innað Hvalvörðu. Þá er komið í 470 m hæð. Þaðan var gengið á fjallið. Veður var stillt en dimm þoka og skyggni lítið á uppleiðinni og því kom GPS að góðum notum. Fámennt var, e.t.v. hefðu fleiri komið í björtu veðri.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson og Andy Dennis