Laugardaginn 25. júlí var Fannardalshringurinn genginn í 5. sinn. Gengið var umhverfis Fannardal í Norðfirði frá Goðaborg eftir fjallabrúnum inn á Fönn og út að sunnan út á Hólafjall og niður í Seldal u.þ.b. 33 km. langa leið með heildarhækkun um 2.700 m. Þokan virtist forðast göngumenn því þegar komið var á viðkomandi stað hafði hún yfirleitt hörfað.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson