Sunnudaginn 21. júní var „Karlsskálahringurinn“ genginn. Gengið var frá Karlsskála í Reyðarfirði upp undir Karlsskáladal og upp á brúnir undir Snæfugli ofan Valahjalla. Þaðan var haldið í Karlsskálaskarð og gengið Vöðlavíkur megin í Álffjallssveif. Upp úr henni var gengið yfir Sléttaskarð til Karlsskála.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.