Föstudaginn langa var píslarganga á skíðum. Gengið var frá Eyvindárdal yfir Svínadal til Reyðarfjarðar. Sunnan strekkings vindur með snjókomu blés í fangið á göngumönnum upp Svínadal en þegar kom upp á Svínadalsvarp var veður gengið niður. Skíðafæri var nokkuð erfitt á köflum upp dalinn vegna harðfennis en var með ágætum þegar kom upp á varp og niður í Reyðarfjörð.
Ljósmyndir: Kristinn Þorsteinsson.